Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ný skýrsla UNICEF

Út er komin skýrsla á vegum UNICE um stöðu barna á Íslandi. Er um viðamikið yfirlit að ræða og í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Á degi barnsins er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum. Börnin hafa oft einfaldar og góðar hugmyndir af því hvað þeim finnst skemmtilegast að gera með fjölskyldunni.

Sjá nánar

Nýjar umsagnir til Alþingis

Að undanförnu hafa umboðsmanni barna borist töluvert af umsagnarbeiðnum frá Alþingi. Hér á síðunni, má sjá athugasemdir sem umboðsmaður barna hefur sent nefndum Alþingis, m.a. varðandi breytingar á barnalögum og grunnskólalögum.

Sjá nánar

Lýðræði í leikskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra leikskólastjóra um lýðræði í leikskólum. Ætlunin er að safna saman upplýsingum frá leikskólum um verkefni þar sem sérstaklega er unnið út frá hugmyndum um grunngildi lýðræðis og lýðræðislegs samfélags.

Sjá nánar