17. maí 2011

Frumvarp til laga um fullnustu refsinga (rafrænt eftirlit og samfélagsþjónusta), 727. mál

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fullnustu refsinga (rafrænt eftirlit og samfélagsþjónusta), 727. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 17. maí 2011.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fullnustu refsinga (rafrænt eftirlit og samfélagsþjónusta), 727. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 17. maí 2011.

Skoða frumvarp til laga um fullnustu refsinga (rafrænt eftirlit og samfélagsþjónusta), 727. mál.
Skoða feril málsins
.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjarnefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík
 
 
Reykjavík, 17. maí  2011
UB:1105/4.1.1
 
 
Efni: Frumvarp til laga um fullnustu refsinga (rafrænt eftirlit og samfélagsþjónusta), 727. mál
Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 29. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp
 
Með frumvarpinu er annars vegar lögfest að dómþolar geti afplánað óskilorðsbundið fangelsi með rafrænu eftirliti og hins vegar er verið að hækka þá hámarksrefsingu sem unnt er að  afplána með samfélagsþjónustu. Umboðsmaður barna fagnar þessum breytingum, enda hafa rannsóknir sýnt að afplánun refsinga utan fangelsis sé betur til þess fallin að hafa uppbyggileg og jákvæð áhrif á brotamenn en óskilorðsbundið fangelsi. Á það ekki síst við þegar um ungmenni er að ræða.
 
Að gefnu tilefni vill umboðsmaður barna koma á framfæri ábendingu um hversu illa samfélagsþjónustu nýtist þeim börnum sem fremja afbrot í framkvæmd, enda eru einstaklingar undir 18 ára aldri ekki dæmdir til óskilorðsbundinnar refsingar nema öll önnur úrræði hafi verið fullreynd. Í skýrslu sinni til nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins benti umboðsmaður barna á að þessi tilhögun væri óheppileg í ljósi þess að samfélagsþjónusta er úrræði sem gæti hentað vel til að taka á afbrotum sakhæfra barna, þar sem hún felur í sér að einstaklingur þarf að axla ábyrgð á hegðun sinni með uppbyggilegum hætti. Til þess að samfélagsþjónusta myndi nýtast ungmennum betur telur umboðsmaður barna því æskilegt að breyta íslenskum lögum þannig að dómari geti dæmt einstakling til að inna af hendi samfélagsþjónustu, t.d. í stað skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar.
 
Virðingarfyllst,
 
 
 
_______________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica