12. maí 2011

Auður býr í barni hverju - Bæklingur um áhrif fátæktar á börn

Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkur hafa gefið út bækling um áhrif fátæktar á börn og leiðir skóla til að bæta aðstæður þeirra og námsárangur

Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkur hafa gefið út bækling um áhrif fátæktar á börn og leiðir skóla til að bæta aðstæður þeirra og námsárangur. Bæklingurinn byggir m.a. efni frá Wales sem hefur verið þýtt og staðfært, en þar hafa verið mörg átaksverkefni í gangi sem tengjast stuðningi við efnaminni fjölskyldur. Einnig er vísað í íslenskar rannsóknir á kjörum og aðstæðum fátækra barna, svo og hagtölur. Anna G. Haugen, lektor við félagsráðgjafadeild HÍ, skrifaði kafla um um áhrif heimilisofbeldis á börn.  

Bæklingurinn Auður býr í barni hverju er ætlaður starfsfólki skóla og er bent á ýmis verkefni og úrræði fyrir efnaminni fjölskyldur. Markmiðið er að efla fræðslu um áhrif fátæktar á börn og benda á að starfsfólk skóla og frístundaheimila hefur ýmsa möguleika á því að bæta aðstæður og námsárangur þeirra barna sem búa við bág kjör.

Opna bæklinginn Auður býr í barni hverju


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica