17. maí 2011

Frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, 706. mál

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, 706. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags.17. maí 2011.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, 706. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags.17. maí 2011.

Skoða frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, 706. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna  

Nefndasvið Alþingis
Allsherjarnefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík
 
 
Reykjavík, 17. maí  2011
UB:1105/4.1.1
 
Efni: Frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, 706. mál
 
Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 29. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.
 
Með ofangreindu frumvarpi er verið að auka vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins, en slíkt ofbeldi bitnar alltaf á börnum séu þau á heimilinu. Ljóst er að heimilisofbeldi hefur alvarleg áhrif á velferð barna, hvort sem það beinist að þeim sjálfum eða einhverjum nákomnum. Umboðsmaður barna telur að heimild til þess að beita nálgunarbanni og vísa ofbeldismanni af heimili geti verið verulega til hagsbóta fyrir þau börn sem búa á heimilinu og verið til þess fallin að tryggja þeim frekari stöðugleika og öryggi. Umboðsmaður barna fagnar því frumvarpinu og vonar að það verði að lögum.
 
Virðingarfyllst,
 
 
 
______________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica