15. maí 2011

Frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (heildarlög), 674. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (heildarlög), 674. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 15. maí 2011.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (heildarlög), 674. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 15. maí 2011.

Skoða frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (heildarlög), 674. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 15. maí 2011
UB:1105/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (heildarlög), 674. mál.
 
Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 12. maí sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.
 
Umboðsmaður barna fagnar því að verið sé að vinna að endurbótum í stjórnsýslunni og Stjórnarráði Íslands en umboðsmaður sér ekki ástæðu til að fjalla ítarlega um frumvarpið þar sem það varðar ekki börn með beinum hætti. Umboðsmaður barna vill þó nota tækifærið og vekja athygli á því að innan Stjórnarráðs Íslands, ráðuneytanna og Alþingis er hvergi gert ráð fyrir að börn og ungmenni fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Samkvæmt 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ber íslenska ríkinu að gefa börnum færi á að tjá skoðanir sínar á öllum málum sem þau varða með einum og öðrum hætti og tryggja að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Börn og ungmenni hafa ítrekað vakið athygli umboðsmanns barna á mikilvægi þessa. Umboðsmaður barna hefur komið þeirri ábendingu á framfæri við ýmis tilefni og má þar nefna skýrslu umboðsmanns barna til Barnréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2010. Þar er lagt til að íslenska ríkið komi upp vettvangi á ríkisgrundvelli þar sem börn fengju tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á ákvarðanatöku um málefni sem snerta börn. Umboðsmaður barna skorar hér með á íslensk stjórnvöld að gera úrbætur að þessu leyti.
Virðingarfyllst,

     
____________________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna
 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica