30. maí 2011

Ný skýrsla UNICEF

Út er komin skýrsla á vegum UNICE um stöðu barna á Íslandi. Er um viðamikið yfirlit að ræða og í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja.

Út er komin skýrsla á vegum UNICEF um stöðu barna á Íslandi. Er um viðamikið yfirlit að ræða og í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja.

Í frétt á síðu UNICEF á Íslandi segir meðal annars:

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að engar reglulegar mælingar hafa farið fram hérlendis á tíðni ofbeldis gegn börnum og enginn á vegum hins opinbera ber ábyrgð á forvörnum í þessum málaflokki. Leiða má líkur að því að þúsundir barna á Íslandi verði á ári hverju fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilisofbeldi og öðru ofbeldi – en þrátt fyrir það reyna yfirvöld ekki markvisst að kortleggja vandann með reglubundnum rannsóknum og markvissri greiningu. Einungis er haldið utan um fjölda þeirra tilkynninga sem berast til barnaverndarnefnda. Enginn opinber aðili hefur það hlutverk að berjast gegn ofbeldi á börnum – líkt og lengi hefur tíðkast varðandi áfengisdrykkju, tóbaksnotkun, umferðarslys og annað. UNICEF á Íslandi kallar eftir forvörnum í öllum þeim málaflokkum sem tengjast barnavernd.

Alþjóðleg skýrsla UNICEF fyrirmyndin
Á hverju ári gefur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF út skýrsluna The State of the World’s Children, þar sem ítarlega er rýnt í helstu ógnir sem steðja að börnum á heimsvísu. Skýrsla UNICEF er grunnfyrirmynd þessarar skýrslu. Markmiðið er að búa til mælistiku á velferð barna á Íslandi. Til eru margvíslegar upplýsingar er lúta að börnum á Íslandi sem stofnanir, samtök og rannsóknaraðilar hafa tekið saman, en ekki hefur áður verið gerð tilraun til að safna þeim á einn stað með heildstæðum hætti eins og hér er gert.

Skýrslan er öflugt tæki fyrir alla þá sem láta sig stöðu barna varða. Auðvelt er að taka mál og forgangsraða þeim eftir upplýsingum úr skýrslunni – sjá hvar brotalamir er að finna og hverjar mestu ógnirnar eru sem steðja að börnum á Íslandi. Á meðal þess sem skýrslan sýnir er mikilvægi þess að heilbrigðiskerfi, félagsleg þjónusta, menntakerfi og réttarkerfi vinni saman og að tekið sé heildrænt á málefnum barna.

Höfundur er Lovísa Arnardóttir en í ritstjórn voru Guðrún Ögmundsdóttir, Karl Blöndal og Stefán Ingi Stefánsson. Þorbjörn Ingason sá um hönnun og umbrot.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica