Fréttir
Eldri fréttir: 2008 (Síða 9)
Fyrirsagnalisti
Talnaefni um börn í leikskólum
Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tölur um nemendur og starfsfólk í leikskólum í desember 2007. Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri. Viðvera barna lengist stöðugt og viðvera drengja er lengri en stúlkna.
Skóli og lýðheilsa - Ráðstefna
Lýðheilsustöð stendur fyrir ráðstefnu um skóla og lýðheilsu á Hilton Reykjavík Nordica hinn 9. maí kl. 8:00-16:30.
Ný bók um einhverfu
Út er komin Bókin um einhverfu. Spurt og svarað. Útgefendur eru Græna húsið, útgáfan okkar og Umsjónarfélag einhverfra. Bókin er skrifuð með það í huga að vera hjálpartæki fyrir foreldra, vini og vandamenn, kennara og alla aðra sem telja sig þurfa að fá infalda fræðslu um einhverfu og stuðning af almennum upplýsingum á persónulegum grunni.
Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn
Fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna lögðu í gær, 22. apríl 2008, fram tillögur sínar á árlegum fundi með borgarstjórn. Tillögur ungmennanna voru m.a: að reisa styttu af Vigdísi Finnbogadóttur, bætt tungumálakennsla fyrir innflytjendur, betri aðstaða við Hljómskálagarð, úrbætur vegna manneklu í leikskólum, fleiri „leyfisveggi" fyrir veggjakrot/list og síðast en ekki síst aukið vægi ungmennaráða.
Málstofa um barnavernd 28. apríl
Málstofa um barnavernd verður haldin í Barnaverndarstofu, Höfðaborg, mánudaginn 28. apríl 2008 kl. 12:15 - 13:15. Þrír nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf munu kynna rannsóknir sem þeir hafa verið að vinna í starfsþjálfun.
Framkvæmdaáætlun í barnavernd lögð fram í fyrsta sinn
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun ríkisins í barnavernd.
Hljóðvist í kennsluhúsnæði - þingsályktunartillaga
Lögð hefur verið fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði. Umboðsmaður barna fagnar framkominni þingsályktunartillögu og hvetur til aðgerða á þessu sviði
Ávinningur forvarna - Morgunverðarfundur
Morgunverðarfundur Náum áttum verður á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 16. apríl nk. kl. 8:15 til 10:00. Þema fundarins er Ávinningur forvarna - hvað kostar að gera ekki neitt?
Forvarnadagur framhaldsskólanna í dag
Í dag, 9. apríl, er í fyrsta sinn staðið fyrir sameiginlegum forvarnadegi framhaldsskólanna. Þetta er gert að frumkvæði forvarnanefndar SÍF (Sambands íslenskra framhaldsskólanema).
Síða 9 af 14