17. apríl 2008

Framkvæmdaáætlun í barnavernd lögð fram í fyrsta sinn

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun ríkisins í barnavernd.

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun ríkisins í barnavernd. Ríkisstjórnin hefur samþykkt framkvæmdaáætlunina.

Markmið félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Barnaverndarstofu með framkvæmdaáætluninni er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega og árangursríka aðstoð.

Í framkvæmdaáætluninni eru ýmis nýmæli, svo sem verkefni um þróun gæðastaðla um vistun barna utan heimilis og eftirlit með vistun barna utan heimilis. Þá er í áætluninni kveðið á um ný úrræði sem efla þjónustu, svo sem ný meðferðarúrræði, þ.e. fjölþáttameðferð (MST) og foreldrafærniþjálfun (PMT).

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010 (PDF, 255KB)

Sjá nánar hér fréttatilkynningu ráðuneytisins 02.04.2008.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica