Fréttir


Eldri fréttir: 2008 (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

9. apríl 2008 : Innleiðing fjölþáttameðferðar (MST) - Málstofa

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands standa að málstofu þriðjudaginn 15. apríl kl. 12-13 í Odda stofu 101. Umræðuefnið er innleiðing fjölþáttameðferðar (MST) á Íslandi.

8. apríl 2008 : Rödd barnsins - Ráðstefna

Ráðstefnan Rödd barnsins verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl og stendur hún frá kl. 8:15 til kl. 18:00. Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að nálgast sýn og viðhorf barna til leikskólastarfs og umhverfis í leikskólanum.

4. apríl 2008 : Opin málþing um Netið um allt land

SAFT stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins.

4. apríl 2008 : Nám að loknum grunnskóla - Rit á átta tungumálum

Ritið „Nám að loknum grunnskóla“ um skipulag náms og námsframboð einstakra framhaldsskóla kemur nú í fyrsta sinn út á fleiri tungumálum en íslensku.

3. apríl 2008 : ADHD samtökin 20 ára 7. apríl - Fyrirlestur

Mánudaginn 7. apríl  er 20 ára afmæli ADHD samtakanna. Að því tilefni verður opið hús að Háaleitisbraut 13, á skrifstofu samtakanna 3. hæð og í fræðslusal á 4. hæð, milli kl. 15 og 18

2. apríl 2008 : Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag

Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag, 2.apríl, sem er fæðingardagur H. C. Andersen.

31. mars 2008 : Aðgengi barna að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Embætti umboðsmanns barna barst í febrúar ábending vegna aðgengis barna yngri en 18 ára að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á heimasíðu safnsins og á skilti við inngang segir að safnið sé opið öllum 18 ára og eldri en í húsreglum safnsins segir að þeir sem eru yngri en 18 ára hafi aðgang í fylgd foreldris, umsjónarmanns eða kennara.

28. mars 2008 : Afmælisrit Einstakra barna

Félagið Einstök börn hefur gefið út 10 ára afmælisrit. Félagið styður við börn sem þjást af alvarlegum og sjaldgæfum sjúkdómum og aðstandendur þeirra.

11. mars 2008 : Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.
Síða 10 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica