Fréttir
Eldri fréttir: 2008 (Síða 10)
Fyrirsagnalisti
Innleiðing fjölþáttameðferðar (MST) - Málstofa
Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands standa að málstofu þriðjudaginn 15. apríl kl. 12-13 í Odda stofu 101. Umræðuefnið er innleiðing fjölþáttameðferðar (MST) á Íslandi.
Rödd barnsins - Ráðstefna
Ráðstefnan Rödd barnsins verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl og stendur hún frá kl. 8:15 til kl. 18:00. Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að nálgast sýn og viðhorf barna til leikskólastarfs og umhverfis í leikskólanum.
Opin málþing um Netið um allt land
SAFT stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins.
Nám að loknum grunnskóla - Rit á átta tungumálum
Ritið „Nám að loknum grunnskóla“ um skipulag náms og námsframboð einstakra framhaldsskóla kemur nú í fyrsta sinn út á fleiri tungumálum en íslensku.
ADHD samtökin 20 ára 7. apríl - Fyrirlestur
Mánudaginn 7. apríl er 20 ára afmæli ADHD samtakanna. Að því tilefni verður opið hús að Háaleitisbraut 13, á skrifstofu samtakanna 3. hæð og í fræðslusal á 4. hæð, milli kl. 15 og 18
Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag
Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag, 2.apríl, sem er fæðingardagur H. C. Andersen.
Aðgengi barna að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
Embætti umboðsmanns barna barst í febrúar ábending vegna aðgengis barna yngri en 18 ára að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á heimasíðu safnsins og á skilti við inngang segir að safnið sé opið öllum 18 ára og eldri en í húsreglum safnsins segir að þeir sem eru yngri en 18 ára hafi aðgang í fylgd foreldris, umsjónarmanns eða kennara.
Afmælisrit Einstakra barna
Félagið Einstök börn hefur gefið út 10 ára afmælisrit. Félagið styður við börn sem þjást af alvarlegum og sjaldgæfum sjúkdómum og aðstandendur þeirra.
Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni
Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.
Síða 10 af 14