2. apríl 2008

Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag

Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag, 2.apríl, sem er fæðingardagur H. C. Andersen.

Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag, 2.apríl, sem er fæðingardagur H. C. Andersen.

Það voru IBBY samtökin sem upphaflega gerðu þennan dag að alþjóðlegum barnabókadegi. Íslandsdeild samtakanna hóf í fyrra að veita einum barnabókarithöfundi verðlaun sem kallast Sögusteinn fyrir höfundarverk sitt á þessum degi. Fyrir utan verðlaunaafhendinguna verður Kringlan umgjörð dagskrár barnabókadagsins í ár. Þar verður ratleikur alla daga til 5. apríl fyrir krakka. Nýr bókabíll, myndskreyttur af Brian Pilkington, verður staðsettur við suðurinngang Kringlunnar og á laugardaginn mun Brian verða í Pennanum/Eymundssyni í Norður-Kringlunni að teikna tröll. Dagskráin er samstarfsverkefni Borgarbókasafns, bókaverslana Eymundsson og IBBY á Íslandi

Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir verður einnig haldin í Gerðubergi á laugardaginn, 5. apríl kl. 11:30-14:00. Yfirskriftin er Unglingabókin. Meira en brjóst og bólur?

Dagskrá:
Ármann Jakobsson:
Adda trúlofast og Beverly Gray leitar að gulli.
Í árdaga unglingabókanna á Íslandi.
 
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir:
Dramadrottningar með beygluð og brotin hjörtu.
Heimur unglingsins í nýlegum íslenskum unglingabókum.
 
Hádegishlé
 
Ragnheiður Gestsdóttir:
Af hverju unglingabækur?
 
Kolbrún Björnsdóttir og Kjartan Björnsson:
Kíkt á klisjurnar.
Upplestur úr unglingabókum. 
 
Dagskrárstjórnandi: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

IBBY á Íslandi, Síung, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Upplýsing, Félag skólabókavarða standa saman að ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar á www.ibby.is, www.gerduberg.is og www.borgarbokasafn.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica