4. apríl 2008

Opin málþing um Netið um allt land

SAFT stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins.

SAFT stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins. Einnig verður áhersla lögð á að fá fram framtíðarsýn hópanna varðandi ábyrga og ánægjulega notkun og þróun Netsins.

Þátttakendur vinna fyrst í tveimur málstofum en málþinginu lýkur með sameiginlegri málstofu nemenda, foreldra og kennara þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðum. Málþingin er öllum opin og er þátttökugjald ekkert. Nemendur á aldrinum 11-16 eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt foreldrum sínum.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica