8. apríl 2008

Rödd barnsins - Ráðstefna

Ráðstefnan Rödd barnsins verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl og stendur hún frá kl. 8:15 til kl. 18:00. Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að nálgast sýn og viðhorf barna til leikskólastarfs og umhverfis í leikskólanum.

Gott leikskólastarf byggir á lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem lögð er áhersla á virðingu og traust. Brýnt er að hlusta á raddir allra sem hlut eiga að máli, barna, foreldra og starfsfólks.

Á ráðstefnunni Rödd barnsins verður fjallað um leiðir til að hlusta á raddir leikskólabarna og hvernig tryggt verði að börn hafi áhrif á viðfangsefni sín og umhverfi. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við RannUng (Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, við Kennaraháskóla Íslands).

Ráðstefnan verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl 2008 og stendur hún frá kl. 8:15 til kl. 18:00.

Dagskrá

8:15 – 9:00 Skráning og afhending gagna
9:00 – 9:30 Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri á Leikskólasviði Reykjavikurborgar,
setur ráðstefnuna
9:30 – 10:15 Listening to Children’s Voices: Children and Research
Sue Dockett, Charles Stuart háskólanum í Ástralíu
Svona vil ég hafa leikskólann minn - myndband
10:25 – 11:10 Bragð er að þá barnið finnur
Jóhanna Einarsdóttir, Prófessor við Kennaraháskóla Íslands
11:10 – 11:30 Kaffihlé
11:30 – 12:10 „Út af því að fjögurra ára stelpur eru í leikskóla“
Anna Magnea Hreinsdóttir, leikskólafulltrúi í Garðabæ
Svona vil ég hafa leikskólann minn – myndband
12:15 – 13:45 Hádegishlé
13:45 – 14:30 Beyond Listening: Children's Participation Rights in Early
Childhood Education and Care
Anne Trine Kjörholt, prófessor við Háskólann í Þrándheimi
Svona vil ég hafa leikskólann minn - myndband
14:40 – 15:25 Hvert barn er sinn eigin kór
Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskólann á Akureyri
15:25 – 15:45 Kaffihlé
15:50 – 16:10 Hvað lærði ég í leikskólanum?
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi
16:10 – 18:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður leikskólaráðs Reykjavíkur
slítur ráðstefnunni
Léttar veitingar
Ráðstefnustjóri Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna

Allar nánari upplýsingar og skráning á www.congress.is/roddbarnsins/  





Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica