9. apríl 2008

Forvarnadagur framhaldsskólanna í dag

Í dag, 9. apríl, er í fyrsta sinn staðið fyrir sameiginlegum forvarnadegi framhaldsskólanna. Þetta er gert að frumkvæði forvarnanefndar SÍF (Sambands íslenskra framhaldsskólanema).

Í dag, 9. apríl,  er í fyrsta sinn staðið fyrir sameiginlegum forvarnadegi framhaldsskólanna. Þetta er gert að frumkvæði forvarnanefndar SÍF (Sambands íslenskra framhaldsskólanema) sem  stofnuð var í nóvember síðastliðinum með það að markmiði að halda uppi gagnvirku og skemmtilegu forvarnastarfi í framhaldsskólum landsins.

Forvarnadagurinn mun að mestu fara fram á kennslutíma og er skipulagning í höndum nemendafélaganna. Skólunum er í sjálfsvald sett hvernig dagskránni er háttað en markmiðið er að dagurinn verði skemmtilegur og jákvæður og sýni það góða sem ungt fólk í framhaldsskólum landsins stendur fyrir.

Umboðsmaður barna óskar framhaldsskólanemum til hamingju með daginn og þetta góða framtak SÍF.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica