Fyrirsagnalisti
Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010, mál nr. 534. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 13. maí 2008.
Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breyting á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum, mál nr. 578 mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 13. maí 2008.
Degi barnsins 25. maí hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera. Opnuð hefur verið vefsíðan þar sem viðburðir sem tengjast deginum verða auglýstir. Á vefsíðunni er greint frá því að nú hefur verið hleypt af stokkunum tveimur keppnum sem íslensk börn geta tekið þátt í og tengjast annars vegar hönnun á merki fyrir dag barnsins og hins vegar tillögur að einkennisstefi fyrir daginn.
Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands kynna tvær málstofur með þekktum fræðimönnum sem starfa að rannsóknum er snúa að velferð barna og fjölskyldna.
Kennaraháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnunni Að læra úti. Útinám og skólastarf í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólann - miðstöð símenntunnar, Hólaskóla - háskólann á Hólum og grunn- og leikskóla í Skagafirði. Námsstefnan fer fram fimmtudaginn 15. maí 2008, kl. 14.00-18.00
í sal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Á heimasíðu Persónuverndar segir í frétt dags. 28. apríl frá því að hinn 18. febrúar sl. hafi hinn sk. „
29. gr. starfshópur" samþykkt vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.
Umboðsmaður barna hefur ritað fjármálaráðuneytinu bréf þar sem hann bendir á að hann telji eðlilegra að barnabætur séu hluti af félagslega kerfinu og tryggi þannig fjölskyldum þann stuðning sem þeim er ætlaður frekar en þær séu hluti af skattkerfinu.
Vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður handið dagana 8. og 9. maí nk. á Grand Hótel Reykjavík. Efni námskeiðsins er að þessu sinni fötlun og samfélag.
Í Morgunblaðiðnu sunnudaginn 6. apríl 2008 birtist opið bréf til umboðsmanns barna frá Stellu Gróu Óskarsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér rétti barna, sem getin eru í tæknifrjóvgun með gjafasæði eða gjafaeggi, til þess að fá upplýsingar um uppruna sinn.