Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 72)

Fyrirsagnalisti

7. mars 2012 : Frumvarp til barnalaga (réttindi barns, forsjá, umgengni o.fl.), 290. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til barnalaga (réttindi barns, forsjá, umgengni o.fl.), 290. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

7. mars 2012 : Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál..
Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

7. mars 2012 : Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 109. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 109. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

6. mars 2012 : Barnamenningarhátíð í Reykjavík 17. - 20. apríl

Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður haldin vikuna 17. – 22. apríl 2012. Hátíðin fer fram víðsvegar um borgina; ofan í sundlaugum, í frístunda-miðstöðvum, á skólalóðum, á öldum ljósvakans og á götum úti.

24. febrúar 2012 : Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn í Barnaverndarstofu, Borgartúni 26,  27. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.15. Kynntar verða tvær MA rannsóknir á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu Barnaverndar Kópavogs.

22. febrúar 2012 : Allir krakkar velkomnir á öskudag

Í dag, öskudag, býður umboðsmaður barna öllum krökkum sem vilja koma og syngja upp á góðgæti. Við erum á Laugavegi 13, 2. hæð og það er gengið inn í húsið frá Smiðjustíg. Vonum að sjá sem flesta.

17. febrúar 2012 : Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, með síðari breytingum

Í tölvupósti frá mennta- og menningarmálaráðuneytingu, dags. 3. febrúar 2012, gafst umboðsmanni barna kostur á að koma með athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með síðari breytingum. Athugasemdir sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 17. febrúar 2012.

16. febrúar 2012 : Góðverk dagsins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“.

14. febrúar 2012 : Lýðræði í leikskólastarfi - Verkefni og vinnulag

Á vefsíðu umboðsmanns barna hafa nú verið birtar upplýsingar um lýðræðisstarf í leikskólum og verkefni sem styðja við hugmyndina um börn sem borgara í mótun og þátttakendur í lýðræði. Það er von umboðsmanns að þeir sem starfa með börnum og hafa áhuga á að efla lýðræðisstarf og kynna sér nýjar hugmyndir eða vinnubrögð geti skoðað hugmyndabankann á vef umboðsmanns og e.t.v. fundið verkefni eða hugmynd sem hentar þeirra starfsemi.
Síða 72 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica