7. mars 2012

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál..
Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál..
Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

Skoða tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál.
Skoða feril máls 341.
Skoða feril máls 344.

Umsögn umboðsmanns barna


Nefndasvið Alþingis
Allsherjar-  og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík


Reykjavík, 29. febrúar 2012
UB: 1202/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 20. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda þingsályktunartillögu og frumvarp. Umboðsmaður barna þakkar fyrir það tækifæri að koma með athugasemdir við ofangreind þingmál.

Umboðsmaður barna fagnar því að til standi að fullgilda Evrópuráðssamninginn um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun og þeim lagabreytingum sem lagðar eru fram í tilefni af fyrirhugaðri fullgildingu á fyrrgreindum samningi. Eru þessar aðgerðir til þess fallnar að auka vernd barna. Einnig lýsir umboðsmaður ánægju sinni hversu vel var staðið að málinu frá byrjun með skipun refsiréttarnefndar þar sem færum sérfræðingum var falið að yfirfara refsilöggjöf út frá ofangreindum samningi og komið með þær tillögur sem þörf væri á. Umboðsmaður barna vekur þó athygli á því að stjórnvöld geri sér grein fyrir þeim skyldum sem fylgja Evrópuráðssamningnum og grípi þegar í stað til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til þess að öllum ákvæðum samningsins verði fullnægt. Að öðru leyti fagnar umboðsmaður þingsályktunartillögunni og frumvarpi til almennra hegningarlaga.

Virðingarfyllst,
___________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica