24. febrúar 2012

Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn í Barnaverndarstofu, Borgartúni 26,  27. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.15. Kynntar verða tvær MA rannsóknir á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu Barnaverndar Kópavogs.

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn í Barnaverndarstofu, Borgartúni 26,  27. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.15

Kynntar verða tvær MA rannsóknir á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu Barnaverndar Kópavogs. Fyrirlesarar eru Guðbjörg Gréta Steinsdóttir og Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir.

Nálgast má upplýsingar um rannsóknir þeirra Guðbjargar Grétu "Ungt fólk sem Barnavernd Kópavogs hafði afskipti af á unglingsárum: Félagsleg staða, stuðningur og viðhorf til afskipta" og Ragnheiðar Bjargar " Hvar á ég heima; hver hlustar á mig?" á Skemman.is.

Málstofan er haldin á vegum Barnaverndarstofu, Barnaverndar Reykjavíkur, félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands (HÍ) og faghóps félagsráðgjafa í barnavernd.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica