14. febrúar 2012

Lýðræði í leikskólastarfi - Verkefni og vinnulag

Á vefsíðu umboðsmanns barna hafa nú verið birtar upplýsingar um lýðræðisstarf í leikskólum og verkefni sem styðja við hugmyndina um börn sem borgara í mótun og þátttakendur í lýðræði. Það er von umboðsmanns að þeir sem starfa með börnum og hafa áhuga á að efla lýðræðisstarf og kynna sér nýjar hugmyndir eða vinnubrögð geti skoðað hugmyndabankann á vef umboðsmanns og e.t.v. fundið verkefni eða hugmynd sem hentar þeirra starfsemi.

Á vefsíðu umboðsmanns barna hafa nú verið birtar upplýsingar um lýðræðisstarf í leikskólum og verkefni sem styðja við hugmyndina um börn sem borgara í mótun og þátttakendur í lýðræði. Það er von umboðsmanns að þeir sem starfa með börnum og hafa áhuga á að efla lýðræðisstarf og kynna sér nýjar hugmyndir eða vinnubrögð geti skoðað hugmyndabankann á vef umboðsmanns og e.t.v. fundið verkefni eða hugmynd sem hentar þeirra starfsemi.  

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að börn kynnist lýðræði og grunnforsendum þess frá unga aldri. Umboðsmaður barna hefur því sérstakan áhuga á hugmyndafræði og skólastefnum sem byggja á hugmyndum um að börn séu getumikil og hafi hæfileika til að hafa sjálf jákvæð áhrif á eigið líf sem þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.

Margir leikskólar aðhyllast vinnubrögð og taka þátt í verkefnum sem ætlað er að efla börn í lýðræðislegum vinnubrögðum, þjálfa þau í að tjá sig, eiga góð samskipti, kynna sér mál og taka afstöðu til þeirra. Fjölmörg góð dæmi eru um starfshætti leikskóla þar sem börnin fá að hafa bein áhrif á starf leikskólans með einum eða öðrum hætti.

Til að geta safnað saman upplýsingum frá leikskólum um verkefni þar sem sérstaklega er unnið út frá hugmyndum um grunngildi lýðræðis og lýðræðislegs samfélags sendi umboðsmaður barna bréf til allra leikskóla vorið 2011 þar sem óskað var eftir upplýsingum.  Svör bárust frá tæplega 20 leikskólum.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica