Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Opið hús í dag

Í dag, 19. desember, er opið hús hjá umboðsmanni barna á milli klukkan 14:30 - 16:30. Heitt súkkulaði, smákökur og konfekt verður á boðstólnum.

Sjá nánar

Opinn fundur um mannréttindi

Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur þann 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref.

Sjá nánar

Dagur til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

Á morgun, 18. nóvember, er dagur Evrópuráðsins til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Í ár er dagurinn sérstaklega helgaður vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og ofbeldi í tengslum við upplýsinga- og samskiptatækni. Þær öru breytingar sem hafa átt sér stað á netinu og þá ekki síst á vettvangi samfélagsmiðla á...

Sjá nánar

Krakkakosningar 2017

Alþingiskosningar eru nú í nánd og standa því KrakkaRÚV og umboðsmaður barna nú fyrir Krakkakosningum í þriðja sinn í samstarfi við grunnskóla landsins.

Sjá nánar

Ársskýrsla 2016 komin út

Ársskýrsla fyrir starfsárið 2016 er komin út. Hún sú síðasta sem Margrét María Sigurðardóttir fráfarandi umboðsmaður gefur út en hún lauk skipunartíma sínum þann 30. júní sl. eftir 10 ár í embætti. Í inngangi skýrslunar tekur hún fram að þessi 10 ár hafi verið viðburðarík, krefjandi, lærdómsrík og skemmtileg. Margt hefur áunnist hvað varðar réttindi barna þó svo að margt sé enn óunnið.

Sjá nánar

Niðurstöður könnunar Velferðarvaktar á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna

Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Þá ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarþátttöku nemendanna vegna skólagagna. Þetta er niðurstaða könnunar Velferðarvaktarinnar sem Maskína framkvæmdi.

Sjá nánar

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Málþingið verður verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi kl. 10-16.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð vegna sumarfría

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð næstu tvær vikur vegna sumarfría starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur eftir verlsunarmannahelgi, sem er þriðjudaginn 8. ágúst. Á meðan skrifstofan er lokuð er ekki tekið við símtölum en hægt er að senda okkur tölvupóst á ub@barn.is og verður öllum erindum svarað að sumarfríi loknu.

Sjá nánar

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi, tryggja vandaða og uppbyggilega umfjöllun um málefni barna í fjölmiðlum, ásamt því að stuðla að þátttöku barna í samfélagsumræðu.

Sjá nánar

Helstu áhyggjuefni 2017 - ný skýrsla

Umboðsmaður barna hefur gefið út samantekt um þau áhyggjuefni sem hafa brunnið á embættinu síðustu ár. Tilefnið eru starfslok Margrétar Maríu sem lýkur skipunartíma sínum í lok júní á þessu ári. Í samantektinni er fjallað um þær athugasemdir sem umboðsmaður telur brýnast að koma á framfæri á þeim tímamótum sem nú standa yfir.

Sjá nánar

Unglingar og barnagæsla

Umboðsmaður barna fær oft fyrirspurnir um það hvenær unglingar mega byrja að vinna við barnagæslu. Vinnueftirlitið að barnagæsla geti ekki talist starf af léttara taginu og því sé ekki heimilt að ráða yngri en 15 ára til að starfa við barnagæslu. Ekki ætti að fela yngra barni að gæta annars barns nema undir eftirliti fullorðinna.

Sjá nánar

Hvernig líður börnum í íþróttum - morgunverðarfundur

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum, og jafnframt síðasti fundur vetrarins, verður miðvikudaginn 3. maí næstkomandi.  Umfjöllunarefni fundarins er að þessu sinni "Hvernig líður börnum í íþróttum"  Á fundinum verða með erindi þau: Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu með erindið "Líðan barna í íþróttum"....

Sjá nánar

Gleðilegt sumar

Á morgun fagna landsmenn sumarkomu og jafnvel þó veðráttan eigi það til að vera ekki mjög sumarleg um þessar mundir má búast við að mörg sveitarfélög verði með hátíðarhöld í tilefni dagsins.

Sjá nánar

Þingmenn gerast talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum flokkum gerðust í dag talsmenn barna á Alþingi. Þeir skuldbinda sig til að hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi við störf sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þingmenn.

Sjá nánar

Fundur með starfsmönnum ráðuneyta

Umboðsmaður barna ásamt starfsfólki átti í dag fund með starfsmönnum allra ráðuneyta. Tilgangur fundarins var að ræða málefni og réttindi barna og minna á starf embættisins.

Sjá nánar

Áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu

Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu. Þar kemur m.a. fram að frumvarpið gangi þvert á hagsmuni barna og brjóti gegn réttindum þeirra.

Sjá nánar

Tómstundadagurinn 2017

Tómstundadagurinn er ráðstefna sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hafa haldið undanfarin tvö ár. Þemað er einelti og verður haldin 3. mars nk.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.

Sjá nánar

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittir forseta Íslands

Ráðjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með forseta Íslands í gær. Þátttaka barna í samfélaginu bar helst á góma á fundinum. Rætt var um kosti þess að lækka kosningaaldurinn í 16 ára og hve slík breyting hefði í för með sér hvað varðar möguleika barna að hafa áhrif á sitt samfélag.

Sjá nánar

Tannlækningar 3 - 17 ára barna nú gjaldfrjálsar

Umboðsmaður barna vekur athygli á að 4 og 5 ára börn eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Það þýðir að kostnaður vegna tannlækninga barna frá 3 - 17 ára er nú að fullu greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, að árlegu komugjaldi frátöldu sem er 2.500 kr.

Sjá nánar