Fréttir: 2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

19. október 2017 : Krakkakosningar 2017

Alþingiskosningar eru nú í nánd og standa því KrakkaRÚV og umboðsmaður barna nú fyrir Krakkakosningum í þriðja sinn í samstarfi við grunnskóla landsins.

17. október 2017 : Viðkvæmir hópar - Náum áttum morgunverðarfundur í október

Fyrsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins í vetur verður mðvikudaginn 18. október nk. Málefni þessa fundar eru viðkvæmir hópar, líðan og neysla.

16. október 2017 : Réttur til menntunar - bréf til ráðuneytis

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna máls fatlaðra drengja sem ekki hafa fengið inngöngu í framhaldsskóla.

9. október 2017 : Málstofa um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra

Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar standa fyrir málstofu um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra.

4. október 2017 : Innöndunartæki fyrir börn með slímseigjusjúkdóm - bréf til ráðuneytis

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til velferðarráðuneytisins vegna stöðu barna með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis). En Sjúkratryggingar Íslands styrkja ekki að fullu þau nauðsynlegu hjálpartæki sem börn með þennan sjúkdóm þurfa.

20. september 2017 : Fundur evrópskra umboðsmanna barna haldinn í Finnlandi

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er nú á árlegum fundi evrópskra umboðsmanna (ENOC) ásamt lögfræðingi embættisins, Elísabetu Gísladóttur.

18. september 2017 : Úttekt á stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd - bréf til dómsmálaráherra

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til dómsmálaráðherra. Tilgangur bréfsins er að lýsa áhyggjum umboðsmanns barna á stöðu þeirra barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Þá mun embættið standa fyrir úttekt á stöðu þeirra og var ráðherra upplýstur um það.

5. september 2017 : Talnabrunnur: Geðheilbrigði ungs fólks fer hrakandi

Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er komin út á. Þetta kemur fram á vefsíðu Embættis landlæknis þar sem hægt er að nálgast fréttabréfið.

5. september 2017 : Fyrirlestur Rannung um félagslegt réttlæti

Fimmtudaginn 7. september mun Dr. Mariana Souto-Manning Fulbright sérfræðingur frá Colombia háskóla fjalla um félagslegt réttlæti.
Síða 2 af 7

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica