Fréttir: mars 2011

Fyrirsagnalisti

31. mars 2011 : Tillaga til þingsályktunar um norræna hollustumerkið, Skráargatið, 508 mál.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar norræna hollustumerkið Skráargat, 508. mál.Sameiginlega umsögn sína veittu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda með bréfi dags. 31. mars 2011. 

25. mars 2011 : Foreldrafræðsla fyrir seinfæra foreldra - Málstofa

Málstofa um barnavernd verður haldin á mánudaginn undir yfirskriftinni ,,Foreldrafræðsla fyrir seinfæra foreldra”. Fyrirlesari er Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent við Félags- og mannvísindadeild HÍ.

24. mars 2011 : Börn utanveltu í skólasamfélaginu - Málstofa

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu RBF og félagsráðgjafardeildar HÍ sem haldin verður 29. mars kl. 12:10 - 13:00 í stofu 201 í Odda, HÍ. Yfirskriftin er Börn utanveltu í skólasamfélaginu

22. mars 2011 : Frumvarp til umferðarlaga (heildarlög), 495. mál.

Samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til umferðarlaga (heildarlög), 495. mál.. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna í bréfi dags. 22. marsr 2011.

22. mars 2011 : Niðurskurður í skólum - Bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðs niðurskurðar í leik- og grunnskólum landsins. Umboðsmaður sendi því í gær, 21. mars 2011, bréf til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefnd eða þeim nefndum sveitarfélagaganna sem tekur ákvarðanir um skólamál.

21. mars 2011 : Hlustið á okkur - Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stendur fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna skóli án aðgrein­ingar fimmtudaginn 31. mars kl. 13.30–16.15 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í hús­næði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

21. mars 2011 : Vanlíðan og hegðan barna - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfund Náum áttum hópsins sem haldinn verður á miðvikudaginn, 23. mars n.k., kl. 8:15 - 10.

16. mars 2011 : Talaðu við mig - Fræðslurit um samtöl við börn

Barnaverndarstofa hefur gefið út fræðslurit og myndband TALAÐU VIÐ MIG, leiðbeiningar fyrir barnaverndarstafsmenn í samtölum við börn.

15. mars 2011 : Leyndarmálið - Fræðsluefni um kynferðisofbeldi gegn börnum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á lofsverðu framtaki samtakanna Réttindi barna en þau hafa gefið út teiknimynd ásamt stuðningsefni til að fræða börn um góð leyndarmál og slæm leyndarmál.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica