Fréttir: mars 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

11. mars 2011 : 10. bekkingar vilja afnema hverfaskiptingu í framhaldsskóla

Umboðsmaður barna fagnar öflugu framtaki 10. bekkinga í Laugalækjarskóla sem söfnuðu um þúsund undirskriftum jafnaldra sinna til að mótmæla hverfaskiptingu í framhaldsskólum. Undirskriftirnar voru afhentar Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, í gær.

10. mars 2011 : Mikið um að vera á öskudag

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri. Hér eru myndir af hluta af börnum og furðuverum sem heimsóttu skrifstofuna á Laugaveginum.

7. mars 2011 : Félagslegar aðstæður pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík - Málstofa

Á morgun, 8. mars, verða kynntar niðurstöður könnunar á á félagslegum aðstæðum pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík. Málstofan verður í stofu 201 í Odda í Háskóla Íslands og stendur frá kl. 12:10 til 13:00.

4. mars 2011 : Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, 211. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, 211. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 24. febrúar 2011.

4. mars 2011 : Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi - Málstofa um barnavernd

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópuur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd í hádeginu mánudaginn 7. mars. Yfirskriftin er Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009

3. mars 2011 : Niðurskurður sem bitnar á börnum

Umboðsmaður barna sendi í gær, 2. mars 2011, bréf til allra sveitarfélaga þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af niðurskurði og minnir á skyldu þeirra til að setja hagsmuni barna ofar hagsmunum annarra í samfélaginu.

1. mars 2011 : Opinber umfjöllun um afbrot barna - Málþing

Umboðsmaður barna og Lagadeild Háskólans í Reykjavík bjóða til málþings næstkomandi föstudag, 4. mars, frá kl. 13:15 til kl. 16:30 í stofu M.1.01 (Bellatrix) á 1. hæð HR að Menntavegi 1. Allir velkomnir.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica