15. mars 2011

Leyndarmálið - Fræðsluefni um kynferðisofbeldi gegn börnum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á lofsverðu framtaki samtakanna Réttindi barna en þau hafa gefið út teiknimynd ásamt stuðningsefni til að fræða börn um góð leyndarmál og slæm leyndarmál.

alfur_embla_Umboðsmaður barna vill vekja athygli á lofsverðu framtaki samtakanna Réttindi barna en þau hafa gefið út teiknimynd ásamt stuðningsefni til að fræða börn um góð leyndarmál og slæm leyndarmál. Teiknimyndin heitir  Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá! er forvarnarfræðsla um kynferðislega misnotkun og var unnin, ásamt stuðningsefninu, í samstarfi við fagaðila.

Hægt er að kynna sér efnið og horfa á teiknimyndina á www.reykjavik.is/leyndarmalid.

Samtökin Réttindi barna voru stofnuð árið 2009. Samtökin eru frjáls félagasamtök og ekki rekin í gróðaskyni. Markmið samtakanna er að stuðla að auknum réttindum barna s.s. með því að vinna að fræðslu og forvörnum. Leiðarljósið er velferð barna. Teiknimyndin Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá! er fyrsta verkefni samtakanna Réttindi barna. Verkefnið hefur frá byrjun hlotið jákvæð viðbrögð frá fagaðilum, yfirvöldum, skólastjórum, foreldrum og almenningi.

Teiknimyndin ásamt stuðningsefni sem henni fylgir hefur verið sent öllum skólum landsins vorið 2011 þeim að kostnaðarlausu.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica