Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár. 

Sjá nánar

Opið hús fimmtudaginn 20. desember

Umboðsmaður barna verður með opið hús næsta fimmtudag, 2. desember, frá kl. 10 til kl. 11:30. Leikskólabörn frá Njálsborg syngja jólalög og sr. Hjálmar Jónsson flytur hugvekju. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Allir hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar

Ný menntastefna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi fjögur frumvörp til nýrrar menntastefnu. Opnaður hefur verið vefur, www.nymenntastefna.is, þar sem m.a. er hægt að nálgast frumvörpin, skoða svör við ýmsum álitamálum, fylgjast með umræðum um málið á Alþingi og senda fyrirspurnir um frumvörpin og þær breytingar sem þau fela í sér.

Sjá nánar

Ársskýrsla umboðsmanns barna komin út

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur embætti umboðsmanns barna tekið saman skýrslu til forsætisráðherra um starfsemi embættisins.Skýrslan tekur til tímabilsins 1. janúar 2006 til 30. júní 2007.

Sjá nánar

Börn með fötlun - Fréttatilkynning

Föstudaginn 7. des. kl. 8:30 verður umboðsmaður barna í Öskuhlíðarskóla. Þá koma nemendur skólans saman á söngsal og synja jólalög og í framhaldi af því kemur Möguleikhúsið og sýnir jólaleikrit. Fjölmiðlar eru velkomnir að koma á staðinn og fyljast með hvað er að gerast í Öskjuhlíðarskóla þennan dag.

Sjá nánar

75 ára afmæli fyrstu barnaverndarlaga á Ísland

Á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 og haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar.

Sjá nánar

Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í tilefni þess mun umboðsmaður barna á Íslandi, Margrét María Sigurðardóttir, nota þessa viku til þess að heimsækja Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla, Brúarskóla og Hlíðarskóla. Þrír fyrstu skólarnir eru sérskólar fyrir börn með fötlun en sá síðastnefndi er með sérdeild fyrir börn með fötlun innan skólans.

Sjá nánar