5. desember 2007

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006/, 209. mál.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006/, 209. mál.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 5. desember 2007.    

Skoða frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006/, 209. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 5. desember 2007
Tilvísun: UB 0712/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006/, 209. mál

Vísað er til bréfs félags- og tryggingamálanefndar Alþingis, dagsett þann 26. nóvember 2007, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Undirrituð fagnar framkomnu frumvarpi og telur breytingarnar á lögunum fela í sér mikla réttarbót fyrir foreldra barna sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun. Ánægjulegt er að sjá að frumvarpið gerir ráð fyrir einhvers konar fjárhagsaðstoð til allra foreldra, þeirra sem virkir eru á vinnumarkaði, í námi sem og þeirra sem staðið hafa utan vinnumarkaðar sökum veikinda barna sinna.

Þá vill undirrituð jafnframt lýsa ánægju sinni með, líkt og kemur fram í athugasemdum með frumvarpinu, skipan starfshóps sem meta á gildandi þjónustu og stuðningsúrræði fyrir langveik börn og koma með tillögur að úrbótum. Telur undirrituð mikla þörf á slíkri endurskoðun og samræmingu. Að sama skapi er nauðsynlegt að ákvæði laga um umönnunargreiðslur og flokka verði endurskoðuð, útfærð og skýrð nánar.

Undirrituð styður því framkomið frumvarp og væntir þess að það verði samþykkt á hinu háa Alþingi.

Virðingarfyllst,

_______________________________________
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica