13. desember 2007

Ný menntastefna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi fjögur frumvörp til nýrrar menntastefnu. Opnaður hefur verið vefur, www.nymenntastefna.is, þar sem m.a. er hægt að nálgast frumvörpin, skoða svör við ýmsum álitamálum, fylgjast með umræðum um málið á Alþingi og senda fyrirspurnir um frumvörpin og þær breytingar sem þau fela í sér.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi fjögur frumvörp til nýrrar menntastefnu:

  • Frumvarp til laga um leikskóla
  • Frumvarp til laga um grunnskóla
  • Frumvarp til laga um framhaldsskóla
  • Frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Opnaður hefur verið vefur, www.nymenntastefna.is, þar sem m.a. er hægt að nálgast frumvörpin, skoða svör við ýmsum álitamálum, fylgjast með umræðum um málið á Alþingi og senda fyrirspurnir um frumvörpin og þær breytingar sem þau fela í sér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica