4. desember 2007

75 ára afmæli fyrstu barnaverndarlaga á Ísland

Á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 og haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar.

Á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 sem haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar. Þessir einstaklingar eru dr. Sigurjón Björnsson prófessor, dr. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, Kristján Sigurðsson fv. forstöðumaður, dr. Björn Björnsson prófessor og Sveinn Ragnarsson, fv. félagsmálastjóri í Reykjavík. Félagsmálaráðherra afhenti þeim sem heiðraðir voru listaverk sem hönnuð voru af Sigrúnu O. Einarsdóttur, glerlistamanni í Bergvík af þessu tilefni.

Sjá nánar umfjöllun á heimasíðu Barnaverndarstofu, www.bvs.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica