4. desember 2007

Heimsóknir í Safamýrarskóla og sérdeild Hlíðaskóla

Í dag, 4. desember, fór umboðsmaður barna, Margrét María, ásamt starfsmanni embættisins, Eðvald Einari, í heimsókn í Safamýraskóla og Hlíðaskóla. Sá fyrri er sérskóli en síðari er almennur skóli með sérdeild fyrir börn með fötlun.

Í dag, 4. desember, fór umboðsmaður barna, Margrét María, ásamt starfsmanni embættisins, Eðvaldi Einari, í heimsókn í Safamýrarskóla og Hlíðaskóla. Sá fyrri er sérskóli en síðari er almennur skóli með sérdeild fyrir börn með fötlun. 

Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla tók á móti þeim þar ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur aðstoðarskólastjóra. Tóku Margrét María og Eðvald m.a. þátt í söngstund og fengu svo tækifæri til að skoða skólann og þær aðstæður sem í boði eru. 

Í Hlíðaskóla tók Oddný Ingvadóttir, deildarstjóri sérkennslu á móti þeim og sýndi þá starfsemi sem þar fer fram. Umboðsmaður barna þakkar þeim kærlega fyrir góðar móttökur.

umboðsmaður barna og starfsmaður í heimsókn í Safamýraskóla   Nemendur í Safamýraskóla           


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica