Fréttir: nóvember 2007

Fyrirsagnalisti

29. nóvember 2007 : Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem vísað er til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna o.fl.

Út er komin Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem vísað er til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna o.fl.  Skýrslan er unnin fyrir forsætisráðuneytið af Þórhildi Líndal, lögfræðingi og fv. umboðsmanni barna.

28. nóvember 2007 : Skólaþing

Skólaþing Alþingis tók formlega til starfa í síðustu viku, 23. nóvember. Skólaþingið er kennsluver Alþingis fyrir efstu bekki grunnskóla og þar fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis.

27. nóvember 2007 : Fræðslufundur um forvarnir

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir fræðslufundi á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 8:15-10 á Grand Hótel. Yfirskriftin er Hvert stefnir? Forvarnir á Íslandi.

23. nóvember 2007 : Heimsókn frá Kína

Nú er að ljúka tveggja daga heimsókn sendinefndar frá UNICEF í Kína og kínverskum stjórnvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér barnaverndarkerfið á Íslandi og þau úrræði sem standa börnum til boða.

23. nóvember 2007 : Vefur um lestrarerfiðleika

Hinn 16. nóvember síðastliðinn, opnaði menntamálaráðherra formlega Lesvefinn. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika en hlutverk hans er að miðla þekkingu til foreldra, kennara og nemenda um læsi og lestrarerfiðleika, kennsluaðferðir og nýjungar.

22. nóvember 2007 : Nýr vefur um netnotkun

Nýr hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun, var opnaður á blaðamannafundi sem haldinn var í Póst- og fjarskiptastofnun í dag, 22. nóvember.

21. nóvember 2007 : Frumvarp til laga um íslenska táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, mál nr. 12.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um íslenska táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, mál  nr. 12. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. nóvember 2007.

21. nóvember 2007 : Frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.   Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. nóvember 2007.

21. nóvember 2007 : Tillaga til þingsályktunar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 182/1992, mál nr. 7.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 182/1992, mál nr. 7.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. nóvember 2007.
Síða 1 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica