21. nóvember 2007

Frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.   Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. nóvember 2007.

Skoða frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10,
150 Reykjavík

Reykjavík, 21. nóvember 2007
Tilvísun: UB 0711/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.

Vísað er til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dagsett 2. nóvember 2007, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Þar sem þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu varða ekki börn á beinan hátt tekur undirrituð ekki efnislega afstöðu til þess.

Hins vegar vill undirrituð vekja athygli á ábyrgð ríkisins verði aðgengi að kaupum og sölu á áfengi aukið á þann veg sem frumvarpið boðar. Forvörn hefur falist í því að strangar reglur gildi um kaup og sölu á áfengi og tóbaki og telja verður að stórauka þyrfti eftirlit með útsölustöðum, jafnt gagnvart söluaðilum sem og kaupendum. Sterkar vísbendingar styðja það sjónarmið að aukið aðgengi að áfengi geti haft í för með sér aukna áfengisneyslu í samfélaginu og getur það vart talist til hagsbóta fyrir börn.

Virðingarfyllst,

______________________________
Margrét María Sigurðardóttir


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica