23. nóvember 2007

Vefur um lestrarerfiðleika

Hinn 16. nóvember síðastliðinn, opnaði menntamálaráðherra formlega Lesvefinn. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika en hlutverk hans er að miðla þekkingu til foreldra, kennara og nemenda um læsi og lestrarerfiðleika, kennsluaðferðir og nýjungar.

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, opnaði menntamálaráðherra formlega Lesvefinn. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika en hlutverk hans er að miðla þekkingu til foreldra, kennara og nemenda um læsi og lestrarerfiðleika, kennsluaðferðir og nýjungar. Auk þess geta nemendur, foreldrar og kennarar sent inn fyrirspurnir sem tengjast lestrarvanda.

Kennaraháskóli Íslands, SRR – Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf tók að sér að setja upp og sjá um vefinn samkvæmt samningi við menntamálaráðuneyti. Vefur um lestrarerfiðleika er liður í stærra verkefni sem nú er unnið að í ráðuneytinu og byggir á tillögum sem settar eru fram í skýrslu nefndar um lestrarörðugleika og leshömlun. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta þjónustu við nemendur með lestrarerfiðleika.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica