Fréttir: nóvember 2007 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

21. nóvember 2007 : Forvarnardagurinn er í dag

Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.

20. nóvember 2007 : Árleg viðurkenning Barnaheilla veitt þremur leikstjórum

Barnaheill veita árlega viðurkenningu til einstaklinga eða stofnana fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Viðurkenningin var veitt í gær, á afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember.

19. nóvember 2007 : Nýtt rit um Barnasáttmálann

Út er komið íslenskt rit um Barnasáttmálann. Það er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem gefur ritið út og er ritstjóri þess Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna. Ritið nefnist Barnasáttmálinn – Rit um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins með vísun í íslenskt lagaumhverfi og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

19. nóvember 2007 : Barnasáttmálinn 18 ára - Málþing

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 18 ára á morgun, þriðjudaginn 20. nóvember. Af því tilefni mun Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, efna til málþings í Norræna húsinu á afmælisdaginn frá kl. 14.00 til 16.30.

15. nóvember 2007 : Greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna

Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

15. nóvember 2007 : Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar

Út er komin skýrslan Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir menntamálaráðuneytið.

15. nóvember 2007 : Forsætisráðherra afhendir foreldrum segulspjöld með tíu heilræðum

Forsætisráðherra Geir Haarde afhendir foreldrum og uppalendum  barna í leikskólanum Laufásborg (Laufásvegi 53-55) í Reykjavík segulspjald með tíu heilræðum undir yfirskriftinni Verndum bernskuna í dag fimmtudag kl. 16.

13. nóvember 2007 : Námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna

Don Meyer heldur námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna á vegum Umhyggju í smastarfi við Systkinasmiðjuna, KHÍ, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Námskeiðið er haldið í Skriðu í KHÍ, föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 9.00-12.30 fyrir fagfólk og kl. 13.00-16.00 fyrir foreldra og aðra aðstandendur. 

13. nóvember 2007 : Málþing um börn og byggingar

Umboðsmaður barna vill vegkja athygli á málþingi á vegum Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa: Hátt til lofts og vítt til veggja? Börn og byggingar.

Síða 2 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica