21. nóvember 2007

Forvarnardagurinn er í dag

Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.

Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.

Heillaráðin byggja á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt:

  • Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.
  • Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum.
  • Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.

Nánar á www.forvarnardagur.is.

 


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica