15. nóvember 2007

Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar

Út er komin skýrslan Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir menntamálaráðuneytið.

Út er komin skýrslan Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir menntamálaráðuneytið.

Skýrslan byggir á könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 5. - 7. bekk grunnskóla á Íslandi í febrúar 2007. Í heild fengust gild svör frá 10.829 nemendum og var svarhlutfall 82%.

Í þessari skýrslu er sjónum beint að börnum á aldrinum 10 til 13 ára sem eru nemendur í 5. til 7. bekk og eru ítarlegar upplýsingar um hagi og lífshætti þeirra settar fram með margvíslegum hætti. Helstu áherslur eru á upplýsingar um líðan nemenda í þessum bekkjardeildum, samband þeirra við foreldra og vini, viðhorf nemenda til náms og skóla, upplýsingar um íþróttaiðkun, ásamt upplýsingum um tómstundir og frístundastarf.

Opna skýrsluna Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007  


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica