15. nóvember 2007

Forsætisráðherra afhendir foreldrum segulspjöld með tíu heilræðum

Forsætisráðherra Geir Haarde afhendir foreldrum og uppalendum  barna í leikskólanum Laufásborg (Laufásvegi 53-55) í Reykjavík segulspjald með tíu heilræðum undir yfirskriftinni Verndum bernskuna í dag fimmtudag kl. 16.
Forsætisráðherra Geir Haarde afhendir foreldrum og uppalendum  barna í leikskólanum Laufásborg í Reykjavík segulspjald með tíu heilræðum undir yfirskriftinni Verndum bernskuna í dag fimmtudag kl. 16.
 
Einnig verða viðstödd Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands; Kári Stefánsson frá Velferðarsjóði barna; Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna og María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla.
 
Þessar stofnanir og samtök tóku einmitt höndum saman fyrir nokkrum misserum og stóðu fyrir átaki undir yfirskriftinni Verndum bernskuna til stuðnings foreldrum og annara sem koma að uppeldi barna.
 
Stefnt er að því að gefa foreldrum og forsjáraðilum allra barna á leikskólaaldri slík segulspjöld með heilræðunum tíu. 

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica