23. nóvember 2007

Heimsókn frá Kína

Nú er að ljúka tveggja daga heimsókn sendinefndar frá UNICEF í Kína og kínverskum stjórnvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér barnaverndarkerfið á Íslandi og þau úrræði sem standa börnum til boða.
Nú er að ljúka tveggja daga heimsókn sendinefndar frá UNICEF í Kína og kínverskum stjórnvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér barnaverndarkerfið á Íslandi og ýmis úrræði sem standa börnum til boða.
 
Sendinefndin kom hingað frá Noregi þar sem umboðsmaður barna í Noregi tók á móti henni.
 
Umboðsmaður fór með sendinefndinni í félagsmálaráðuneytið, Kvennaathvarfið, Stígamót, 112, Barnavernd Reykjavíkur, Barnaverndarstofu, Barnahús auk þess sem starfsemi embættis umboðsmanns barna var kynnt. Heimsóknin heppnaðist vel í alla staði og var sendinefndin afar ánægð með þær góðu móttökur sem hún fékk alls staðar.
Umboðsmaður þakkar þessum samstarfsaðilum kærlega fyrir samvinnuna.
 
 

Heimsókn frá Kína

Gestir fá kynningu frá umboðsmanni

 

 

 

 

 

 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica