Fréttir


Eldri fréttir: júní 2007

Fyrirsagnalisti

29. júní 2007 : Hljóðvist í leik- og grunnskólum og vernd barna gegn óheimilu útvarpsefni

Umboðamaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur í dag sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún hvetur ráðherra til þess að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Einnig kemur fram í bréfinu að umboðsmaður telur brýnt að taka 14. grein útvarpslaga nr. 53/2000 til endurskoðunar, en hún fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni.

29. júní 2007 : Ingibjörg Rafnar kveður

Ingibjörg Rafnar mun láta af embætti umboðsmanns barna hinn 1. júlí nk.

26. júní 2007 : Forsjá barna úr skilnuðum og sambúðarslitum 2006

Meðal þeirra 577 sambúðarslita sem urðu á árinu 2006 voru  357 fjölskyldur með börn undir 18 ára aldri og af 498 lögskilnuðum voru 327 barnafjölskyldur. Alls voru börn úr sambúðarslitum og lögskilnuðum 1.100.

21. júní 2007 : Aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna

Umboðsmaður barna, Ingibjörg Rafnar, fór í dag á fund félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, til að ræða ýmis málefni barna og barnafjölskyldna.

20. júní 2007 : Heimsókn í Náttúruleikskólann Hvarf

Umboðsmanni barna var boðið í heimsókn í náttúruleikskólann Hvarf í gær, 19. júní. Ólafur Grétar Gunnarsson frá ÓB ráðgjöf tók á móti henni ásamt starfsfólki leikskólans.

19. júní 2007 : Hagsmunir barna og foreldra fara ekki alltaf saman

Umboðsmaður barna vill benda á danska skýrslu um börn foreldra sem skilja eða slíta sambúð. Í skýrslunni kemur fram að þegar kemur að ákvörðunum um forsjá og umgengni eru hagsmunir foreldra oft teknir fram yfir hagsmuni barna.

18. júní 2007 : Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára.

15. júní 2007 : Meðlagsgreiðslur úr landi

Umboðsmaður barna ritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf í byrjun maímánaðar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort ráðherra hafi sett reglur um fyrirframgreiðslu meðlags þegar foreldrar eða börn eru búsett erlendis.

14. júní 2007 : Skýrsla SÞ um ofbeldi gegn börnum - Ályktun um viðbrögð

Á fundi hinna norrænu embætta umboðsmanna barna sem haldinn var á dögunum var samþykkt ályktun um að hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna að því að á allsherjarþinginu 2007 verði skipaður sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ til að fylgja eftir tillögum um viðbrögð við ofbeldi gegn börnum.

Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica