20. júní 2007

Heimsókn í Náttúruleikskólann Hvarf

Umboðsmanni barna var boðið í heimsókn í náttúruleikskólann Hvarf í gær, 19. júní. Ólafur Grétar Gunnarsson frá ÓB ráðgjöf tók á móti henni ásamt starfsfólki leikskólans.

Umboðsmanni barna, Ingibjörgu Rafnar, var boðið í heimsókn í náttúruleikskólann Hvarf í gær, 19. júní. Ólafur Grétar Gunnarsson frá ÓB ráðgjöf tók á móti henni ásamt starfsfólki leikskólans.

Leikskólinn er staðsettur í Álfkonuhvarfi í Vatnsendahverfinu í Kópavogi. Hann hefur þá sérstöðu að vera rekinn af einkaaðila; ÓB ráðgjöf. Í stefnu leikskólans er lögð áhersla á að sinna þörfum og tilfinningum hvers og eins einstaklings. Í öllu starfi leikskólans er haft að leiðarljósi að rækta með börnunum hæfileikann til að tjá sig tilfinningalega í samræmi við  aldur og þroska barnanna. Börnunum er kennt að lifa við aga, hófsemi og þakklæti.

Umboðsmanni fannst mjög mikið til um það starf sem þarna fer fram og voru börnin glöð, viðmót starfsfólks hlýlegt og aðbúnaður allur til fyrirmyndar.

 

Ingibjörg Rafnar umboðsmaður barna ásamt Ólafi Grétari   Ingibjörg Rafnar umboðsmaður barna ásamt leikskólabörnum náttúruleikskólans Hvarfs

 


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica