19. júní 2007

Hagsmunir barna og foreldra fara ekki alltaf saman

Umboðsmaður barna vill benda á danska skýrslu um börn foreldra sem skilja eða slíta sambúð. Í skýrslunni kemur fram að þegar kemur að ákvörðunum um forsjá og umgengni eru hagsmunir foreldra oft teknir fram yfir hagsmuni barna.

Umboðsmaður barna vill benda á danska skýrslu um börn foreldra sem skilja eða slíta sambúð og hvaða sjónarmið skuli leggja til grundvallar við ákvarðanir er varða börnin. Í skýrslunni kemur fram að þegar kemur að ákvörðunum um forsjá og umgengni eru hagsmunir foreldra oft teknir fram yfir hagsmuni barna.

Skýrsluna skrifaði nefnd um forsjá og umgengni sem var sett á laggirnar árið 2005 af ráðuneyti fjölskyldu- og neytendamála í Danmörku. Verkefni nefndarinnar var að vega og meta hvort reglurnar um forsjá og umgengni samræmdust kröfum nútímans og hvort þær tryggðu að nægilega mikið væri tekið mark á vilja og þörfum barnanna. Jafnframt er fjallað um sameiginlega forsjá, þvingunaraðgerðir og ráðgjöf fyrir foreldra.

Titill skýrslunnar er Barnets perspektiv - Forældremyndighed, Barnets bopæl, Samvær, Tvangsfuldbyrdelse. Betænkning afgivet af Udvalget om Forældremyndighed og Samvær. Betænkning nr. 1475.

Hér má sjá upplýsingar um skýrsluna og opna einstaka kafla hennar.

Hér er skýrslan í heild á PDF-formi [673 kB].

 

 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica