29. júní 2007

Hljóðvist í leik- og grunnskólum og vernd barna gegn óheimilu útvarpsefni

Umboðamaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur í dag sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún hvetur ráðherra til þess að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Einnig kemur fram í bréfinu að umboðsmaður telur brýnt að taka 14. grein útvarpslaga nr. 53/2000 til endurskoðunar, en hún fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni.

Umboðsmaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur í dag sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún hvetur ráðherra til þess að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Einnig kemur fram í bréfinu að umboðsmaður telur brýnt að taka 14. grein útvarpslaga nr. 53/2000 til endurskoðunar, en hún fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni. Í lokin þakkar umboðsmaður einarðleg viðbrögð ráðherra við tillögu umboðsmanns á liðnu ári um að tekið yrði á málefnum lesblindra nemenda.

Opna bréf umboðsmanns barna til menntamálaráðherra, dags. 29. júní 2007.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica