18. júní 2007

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára.

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí nk.

Margrét hefur verið framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá 2003. Áður starfaði hún sem lögfræðingur, en hún lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ árið 1990 og rak eigin lögmannsstofu um árabil. Hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði, Húsavík og Blönduósi, auk þess sem hún hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum á sviði jafnréttis- og fjölskyldumála.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica