Heilsa og líðan : Stundum líður mér eins og enginn skilji mig og ég sé alveg ein

Mér finnst stundum eins og mömmu minni þykji nákvæmlega ekkert vænt um mig! Ég veit að það er bara bull en stundum líður mér eins og enginn skilji mig og ég sé alveg ein.  Ég á frábærar vinkonur en stundum er það ekki nóg, ég missti pabba minn fyrir 5 árum og stundum verið strítt á því!! Mér líður oft ekkert vel. Ég er 167 á hæð og ekki eðlileg í vexti!!  Má ég fá einhverjar ráðleggingar um svona hluti

Heilsa og líðan : Sálrænir og félagslegir erfiðleikar og vannæring

Þetta bréf hefur verið stytt af umboðsmanni barna 

Hæ skólinn er hræðilegur!!!! Ég er í skóla út á landi og það er einhver samkennsla sem er hræðileg. Mér líður einfaldlega illa í skólanum, ég er að farast því ég get ekki lært í skólanum. ÉG er að missa bestu vinnkonu mína og líður hræðilega. Ég er alltaf ein í frímínútum og hef ekkert að gera á daginn. Það er stelpa sem kom í 4. bekk, síðan þá hefur vináttan teigst meira og meira. Svo ég held að ég sé þunglynd ég er alltaf svo brjáluð við mömmu mína og ræð ekkert við það. Mér finnst ekkert gaman að rífast sérstaklega ekki við mömmu mína. Svo á ég erfitt með að sofa og nenni ekki að fara í skólan. Mér finnst lífið tilgangslaust og langar oft að fremja sjálfsmorð og ég er bara 11 ára. Ég á mjög erfitt með að borða og er alltaf svöng, það er eins og maginn neiti því. Ég er 11 ára og er 1,40 á hæð og 26 kg. Þetta gengur ekki lengur mér líður ægilega illa og er að veslast upp, þetta versnar og versnar og er búið að vera svona í 2 vikur og nú borða ég bara einu sinni á daginn. Ég reyni alltaf að gera eitthvað í þessu en það tekst ekki. Mig langar ekki að vera lögð inn um jólin plís plís viltu láta mig fá eitthvað ráð við þessu. Ég er að drepast. 

Heilsa og líðan : Langar að vera fullkomin og sæt

Hæjj, frábær síða hjá ykkur!  En hérna ég er 13 ára stelpa og mér finnst ég alveg rosalega feit!!! Ég er kannski ekkert eitthvað feit en mig langar svo að vera svona "purfekt" og sæt!  Hvað á ég að gera?  Ég er alltaf úti að labba og svona en svo stenst ég aldrei það sem er óhollt!!

Heilsa og líðan : Ég gjörsamlega hata lífið

Ég.. gjörsamlega hata lífið.. ég á bara eitt sem ég elska og það er vinur minn..  Ég get ekki sagt vini mínum hvað er að.. mér líður þokkalega illa útaf esus!! :S

Heilsa og líðan : Afi minn var að deyja og ég get ekki náð mér eftir það

Afi minn var að deyja og annar.  Og það var fyrir nánast fjórum mán. ég get alls ekki náð mér eftir það.  Eg er alltaf að hugsa hvernig ég eigi að drepa mig.  Eg sakna þeirra svo.  EG hugsa og hugsa hvernig ég eigi bara að enda þetta líf. Hvað geri ég nú?

Heilsa og líðan : Ég þjáist af þunglyndi... hvað á ég að gera?

Ég þjáist af þunglyndi... hvað á ég að gera?

Heilsa og líðan : Samkynhneigð??

Hææ ég er bara að velta fyrir mér er maður samkynheigður ef að manni fynnst flott á konum af hafa brjóst??="/ "

Heilsa og líðan : Er frekar þybbin og vil ekki fara í skólasund

Halló...ég er frekar þybbin stelpa...og ég bara vil alls ekki fara í skólasund og skrópa í hvern einasta tíma. Verð ég virkilega að fara í skólasund? Allar stelpur í skolanum eru að tala um hvað það er ljótt að vera með stór brjóst (ég er með stór) og ég vil bara að enginn sjái mig svona nakta...ég þekki það að stelpur dæma hvora aðra...horfa uppá hvor aðra og dæma líkamann hjá öðrum :S plís viltu hjálpa mér að ég þurfi ekki að fara í skólasund?? p.s. ég kann að synda og þarf ekki að læra það neitt professional

Síða 6 af 6

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica