Heilsa og líðan : Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára?

Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára og má segja vinum?

Heilsa og líðan : Líður mjög illa

Hæ, mér líður eins og allir hati mig og stundum langar mig bara að deyja þetta er ömurlegt t.d um daginn var ég send kl 6 og fékk ekkert að borða og grét mig í svefn HJÁLP

Heilsa og líðan : Átröskun og hegðunarvandamál

Ég var að spá í hvort það væri staður fyrir krakka á mínum aldri til að vinna í vandamálum eins og átröskunum eða hegðunarvandamálum?

Heilsa og líðan : Eiga foreldrar mínir ekki að fara með mig til læknis vegna höfuðhöggs?

Fyrir nokkrum dögum fékk ég höfuðhögg, ég ætlaði að henda mer í gras en lenti með hausinn á kletti og rotaðist í smá stund. Þegar ég fór að segja forledrum minum frá þessu sögu þau alltaf að þetta myndi lagast.

Núna þegar eg skrifa þetta bréf eru liðnir 4 dagar og verkurinn versnar og versnar.. Þegar ég reyni að segja þeim frá þessu þá segja þau mér bara að hætta að tala um þetta, hætta að væla og það sé ekkert að mér og jafnvel öskra á mig! Ég er að drepast í hausnum og verkirnir eru farnir að leiða niður háls og niðrí bak... Hvað get ég gert? er ekki skylda foreldra minna að gera eitthvað í þessu?

Heilsa og líðan : Umskurður drengja

Mega foreldrar á Íslendi ákveða þegar maður er lítið barn og hefur ekkert vit að umskera mann? Hvað svo ef manni líkar það ekki þegar maður er eldri? Mega foreldar neyða mann í óþarfa lýtaaðgerð þegar maður hefur ekki aldur né vitsmuni til að neita því?

Heilsa og líðan : Brjóst

Brjóstastækkun hæj, gera brjóst hætt að stækka á aldrinum 15? ég er mjög seinþroska t.d. byrjaði ég ekki á túr fyrr en í fyrra og brjóstin byrjuðu að stækka bara í fyrra líka og mér finnst eins og brjóstin mín séu ekkert að stækka þau eru svo lítil ég hef alltaf haft minni brjóst en nánast allir vinir mínir og ég er að spá hvort að það er möguleiki á því að þau séu hætt að stækka og ef svo er er eitthvað hægt að gera í því?

Heilsa og líðan : Sorgmædd eftir að hafa misst gæludýrið

hæ, hæ ég var að missa stökkmúsina mína í fyrradag og ég held alltaf að ég sé búin að jafna mig en svo byrja ég bara allt í einu að gráta! ég er búin að reyna að dreifa hugan með því að fara í sund, lesa og fara á æfingar :(   Er eitthvað annað se ég get gert? ég er núna að hafa mig til í skólann og ég er svo hrædd um að ég gráti þar og það vil ég sko ekki! ég vil gjarnan fá ráð frá þér :(

Fjölskylda Heilsa og líðan : Foreldrar mínir skipa mér að borða

Ég er orðinn 78 kg og 179 cm á hæð. Mig langar ekki að vera svona þungur. Ég er smá fitu á ákveðnum stöðum á líkamanum sem ég vil losna við. Ég fer í ræktina á hverjum degi og brenni a.m.k 700 hitaeiningum í hvert skiptið sem ég fer þangað. En aftur á móti léttist ég ekkert heldur stöðugt fitna ég og þyngist. Þetta gerist því mér er skipað að borða.

Fjölskyldan mín á ekki mikinn pening en samt á ég stöðugt að borða mikla skammta á hverjum degi. Ég hef marg reynt að ræða um þessi mál við foreldra mína að ég sé ekki svo svangur en þau halda samt áfram að skipa mér að borða. Ég veit að samkvæmt landslögum eiga foreldrar/forráðmenn að fæða börnin sín. Mér finnst þetta vera mjög ógeðslegt af foreldrum mínum.

Allir aðrir unglingar þurfa ekki að borða þegar þau eru ekki svöng en ég skal gjöra svo vel að borða þótt að ég sé alls ekki svangur heldur pakk saddur! Mega foreldrar mínir gera þetta?

Heilsa og líðan : Þyngd

Góðan dag. Ég er ad spá hvað er meðalþyngd 13-18 ? Ég er 67,5 kg og margir tejla mig feitan, vonandi fæ ég svar a næstunni.

Heilsa og líðan : Erfitt skap

Ég á í erfileikum með að stjórna skapinu. Getur þú hjálpað mér?

Heilsa og líðan : Grátur í jarðarförum

Í jarðaför afa míns grét ég og grét en hjá frænku minni grét ég ekki neitt. AFHVERJU???? :S

Heilsa og líðan : Þarf ég geðlækni eða sálfræðing?

ATH. Þetta bréf hefur verið stytt af umboðsmanni barna

hæ ég veit ekki hvort að þetta sé rétta síðan en ég vildi spyrja hvort að ég þurfi að sjá geðlækni því síðan ég var litill fanst gaman að kyrkja ketti og lemja aðra. Ég lagði krakka tvisvar sinnum stærri en ég allan timan ég er ekkert hrædur um að deyja og hvort að ástæðan var að ég var lamin þegar síðan ég var litill og kærasti mömmu minar lokaði mig stundum inni herbergi með eingu ljósi og sagði að mamma mín hatar mig ég held kanski að þetta er ekki rétt en mér liður enðá illa um þetta hvort það mundi hjálpa eitthvað ef ég færi til sjálfræðings ok kanski þetta litur illa út en síðan ég var litill hef ég einu sinni reynt að drepa mig í 3 bekk aftur í 8 bekk og ég hef eiginlega ekkert í lifinu minu sem vill halda mér á lifi.

það hefur verið reynt að taka mig frá mömmu minni 3 sinnum og nuna á ég heima hjá pabba minum mér stundum liður eins og það er ekkert annað en að stela og ! gera eitthvað slæmt af mér ég hef aldrei eiginlega verið eitthvað áhugsamur um lifið...... en já þetta er bara stitting á því sem hefur gerst hjá mér og ég er bara forvitin um þetta hvort að ég sé pshycho eða bara vill hefna min á því sem hefur gerst fyrir mig stundum samt liður mér næstum að ég vill drepa eitthvern sem gerir eitthvað slæmt við mig mér bara finnst eiturlyf góð en lifið slæmt ég held þetta er samt alveg venjulegt hehe.

kanski fæ ég svar frá ykkur takk. þetta er bara það sem komst uppur mér

Heilsa og líðan : Svitna og roðna mikið

Hæ. Ég er 14ára stelpa á höfuðborgarsvæðinu og vil spyrja nokkurra spurninga. Ég svitna mjög mikið, svo mikið að það kemur blettur.  En það er bara í skólanum en ekki heima.  Er þetta að fara að vera svona alla mína ævi eða er þetta bara útaf ég er að þroskast ?? Svo er líka að ég roðna mjög mikið þegar ég tala við suma.  Er hægt að losa sig við roðn ??

Heilsa og líðan : Svitna mikið í skólanum

Ég er mjög pirruð útaf þessu .. en það er að ég svitna  alltaf rosalega í skólanum og það kemur stór blettur, en heima svitna ég ekkert.  Af hverju er þetta?? Og helduru að þetta hætti ? Þetta byrjaði sko bara fyrir stuttu að koma svona mikið en nenniru plís að svara .. þetta er svo leiðinlegt :( 14ara stelpa í rkv

Heilsa og líðan : Vil fá hjálp við þunglyndi án þess að foreldrar mínir viti það

Ég er rosalega þunglynd, og ég er alltaf að reyna að fremja sjálfsmorð, ég var að spá, hvort að hægt væri að hringja í BUGL og fá viðtal þar, án þess að mamma og pabbi manns vissu af því?

Heilsa og líðan : Er eðlilegt að ég hafi áhuga á því að kyssa og kela við stelpur en ekki stráka?

Er eðlilegt að ég hafi áhuga á því að kyssa og kela við stelpur en ekki stráka?

Síða 5 af 6

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica