Skóli Vímuefni : Áfengi í skólum

Hvað mun gerast ef ég myndi koma full/með áfengi í skólann?

Fjölskylda Vímuefni : Mega foreldra banna mér að fara út?

Mega foreldrar mínir banna mér að fara út úr húsi af því að þau föttuðu að ég tek i vörina og drekk? 

Fjölskylda Skóli Vímuefni : Áfengisaldur í Danmörku

Ég er að fara í menntaskóla í danmörku og það er áfengis aldurinn 16 ára, meiga mamma og pabbi banna mér að drekka þar sem það er löglegt þar sem ég er í skóla?

Fjölskylda Vímuefni : Mega foreldrar reka mig að heiman

hæ, mega foreldrar mínir reka mig af heiman því þau fréttu að ég reykti gras bara einu sinni samt?

Vímuefni : Kærasti með vímuefnavanda - hvernig get ég hjálpað?

Umboðsmaður barna fékk fyrirspurn frá stúlku vegna kærasta síns sem er fíkill. Henni þykir vænt um hann en vill ekki verið með honum ef hann er að nota. Hún spyr hvað hún getur gert?

Vímuefni : Trúnaður heilbrigðisstarfsfólks við börn

Umboðsmanni barna barst fyrirspurn um hvort læknar eða heilbrigðisstarfsmenn megi segja foreldrum frá því ef þeir komast að því að barn hafi verið að neyta vímuefna. Ekkert netfang fylgdi fyrirspurninni og er því svarið birt hér á heimasíðunni.

Skóli Vímuefni : Áfengismælar og böll

Hæ. Ég var að pæla í því þegar krakkar eru látnir blása í áfengismæli áður en þeir fara á ball í framhaldsskóla. Má láta alla blása? Má segja að ef þú blæst ekki þá kemstu ekki inn?

Vímuefni : Getur pabbi neytt mig í meðferð?

Getur pabbi minn neytt mig í meðferð? Hann er sannfærður um það að ég sé orðin háð grasi en ég er það alls ekki og reyki það mér bara til skemmtunar en ekki af því að það er til þess að svala einhverri langþráðri löngun. Getur hann neytt mig í meðferð ef þetta er ekki neitt svakalegt vandamál?

Vímuefni : Vinir í dópi

Hallo... Skommm... vinir mínir eru byrjaðir að dópa og prófa allskonar efni.  Svo þekki ég gaura sem eru handrukkarar....  Vinír mínir eru stundum að biðja mig að gera hluti fyrir þá sem ég vil ekki gera en það er erfitt að segja bara nei útaf því þá verða þeir geðveikt pirraðir og segja að ég þori engu.  Hvað get ég gert?????

Vímuefni : Áfengi og aldurstakmörk

Af hverju má ég ekki drekka fyrir 18 ára aldur?

Vímuefni : Er að missa vini mína vegna vímuefnaneyslu minnar

 Hæhæ .. ég er í menntaskóla allt gengur vel en málið er ég á bestu vini sem hægt er að hugsa sér en núna er ég að flækjast inní allt annan félagshóp.  Ég er byrjuð að vera aftur .. með fóki í dópi og núna er ég búin að falla.  Ég var buin að vera edrú í 3 mánuði, bara reykja gras og svona en núna er þetta orðið alvarlegra og ég komin i sterkari efni en ég hafði áður verið í ..  Þannig núna eru yndislegu vinirnir minir að fara frá mér útaf því þeir vilja ekki vera með svona ógeðslegri manneskju sem er á e-töflum og eitthvað en ég er svo hrædd að geta ekki hætt.  Ég byrjaði i 8 bekk og núna er ég í 1. í menntó og er enn að þessu rugli.  Geturu hjálpa? Kveðja,
Stelpan sem er góð í að missa vini sína 

Vímuefni : Um vímuefnaneyslu ungs fólks - foreldrar - lögregla

Ég er mikið búin að vera að vellta því fyrir mér afhverju er neysla dóps orðin svona mikil á Íslandi og afhverju er ekki tekið harðar á þessu því að ég veit að það er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Flest allir gömlu vinir mínir úr grunnskóla eru að prufa að nota dóp og sumir lengra sokknir inní þetta en aðrir og svo veit ég líka um eina manneksju sem er byrjuð að selja á fullu. Ef mig mundi langa til að láta einhvern vita af því þegar þau eru t.d. að dópa eða eru að meðhöndla dóp einhvern sem getur gert eitthvað í þessu með valdi t.d. eins og lögregluna en langar bara alls ekki að koma undir nafni því að ég veit eins og í bæjarfélaginu sem ég bý í þá fréttist svo margt og allir vita allt um alla og ég gæti bara alls ekki hugsað mér að labba inná lögreglustöðina og gefa löggunni upp nafnið á aðilanum sem ég þekki sem er að selja þó að mig langi rosalega til þess. Og svo er líka það að það er eins og foreldrarnir séu ekkert að fatta að meiri hlutinn af unglingum á mínum aldri eru að fikta og prufa að nota dóp og sumir eru svo djúpt sokknir að þeir komast ekki framm úr rúminu á morgnanna nema að fá sér eina línu. Ég er sjálf ekki í þessu og þess vegna veit ég ekki alveg hvernig þetta virkar en mjög góð vinkona mín er byrjuð að taka þátt í þessu og því frétti ég frá henni að það séu alltaf fleiri og fleiri að prufa þetta og séu í þessu en ég hef ekki prufað þetta sjálf þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar. En hvað get ég gert á ég að láta einhvern vita eða ekkert að vera að skipta mér af þessu "pakki" sem voru einu sinni vinir mínir....


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica