Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Kynlíf og sambönd : Kynferðislegur lágmarksaldur

Er það ekki rétt hjá mér að "age of consent" (veit ekki hvað maður myndi kalla það á íslensku) hérna sé 14, -nema- ef eldri aðilinn er meira en 10 árum eldri? (Og annars sé hann 18)

Skóli : Einelti í skóla og gagnrýnin vinkona

Það er einn strákur í skólanum mínum sem leggur mig í einelti. Hann getur ekki látið mig í friði!!!! Ég veit ekki afhverju hann gerir þetta, því ég hef aldrei sagt neitt við hann og ekki gert neitt. Mér finnst líklegast að hann haldi að hann verði hækkaður í áliti hjá hinum krökkunum og þá hefur hann valið sannarlega ranga leið. Ég hef aldrei skilið hvað sé svona töff að segja við fólk að það sé ljótt, bólugrafið og muni aldrei eignast kærasta. Ég hef sagt foreldrum mínum þetta en það kemur bara alltaf: ,,Ekki hlusta á hann" Það er eins og enginn skilji að jafnvel þótt maður þykist ekki heyra það sem aðrir segja þá fer það samt inn á sálinna. Ég er mjög viðkvæm og það er alltaf verið að gera grín af mér því ég græt svo oft. Ég get ekki að því gert. Svo er það ein vinkona mín sem er alltaf að reyna að stjórna mér. Hún er alltaf að segja: ,, Oh my god, ertu ekki en byrjuð að mála þig? Það eru allir í bekknum byrjaðir að mála sig nema þú! " Ég ræð því sjálf hvenær ég byrja að mála mig en ég þoli ekki hvað hún er alltaf að gagngrína mig!!!  

Fjölskylda : Mig langar að segja mömmu að ég þoli ekki fósturpabba !

Mig langar að segja mömmu minni að ég þoli ekki fósturpabba minn! hvað get ég gert? 

Skóli : Vinkonu strítt í skólanum

Krakkarnir i skólanum stríða vinkonu minni mjög mikið af því hún er breiðari en allir aðrir og seigja að ég sé skrýtin að vilja leika við hana.  Hún er svolítið skapstór og það nýta sér það allir að láta það bitna á henni ef þau eru að stríða henni.  Bless og ég vona að svar berist fljótlega. 

Fjölskylda : Foreldrar öskra og lemja mann

Er það í lagi að foreldrar manns öskri á mann og lemji mann þegar maður gerir ein mistök? Því það gerðist fyrir mig.

Skóli : Óréttlátt að krakkar í 1.-7. bekk megi ekki vera inni í frímínútum

Mér finst óréttlát að bara þeir sem eru í 8.-10. bekk fá að vera inni í frímínutum en ekki þeir sem eru í 1.-7. bekk.  Stundum er vont veður og þá má bara 8-10 bekkur ráða hvort þau eru inni eða úti.

Kynlíf og sambönd : Fóstureyðing stúlkna undir lögaldri

Út af hverju mega stelpur ekki fara í fóstureyðingu án foreldra þegar þær eru undir lögaldri? 

Ýmislegt : Barnasáttmálinn í skiljanlegri útgáfu

Ég óska eftir að barnasáttmálinn verði skrifaður á máli sem við sem eru ekki lögfræðingar eða einhvað þaðanaf verra skiljum!!! takk fyrir

Vímuefni : Um vímuefnaneyslu ungs fólks - foreldrar - lögregla

Ég er mikið búin að vera að vellta því fyrir mér afhverju er neysla dóps orðin svona mikil á Íslandi og afhverju er ekki tekið harðar á þessu því að ég veit að það er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Flest allir gömlu vinir mínir úr grunnskóla eru að prufa að nota dóp og sumir lengra sokknir inní þetta en aðrir og svo veit ég líka um eina manneksju sem er byrjuð að selja á fullu. Ef mig mundi langa til að láta einhvern vita af því þegar þau eru t.d. að dópa eða eru að meðhöndla dóp einhvern sem getur gert eitthvað í þessu með valdi t.d. eins og lögregluna en langar bara alls ekki að koma undir nafni því að ég veit eins og í bæjarfélaginu sem ég bý í þá fréttist svo margt og allir vita allt um alla og ég gæti bara alls ekki hugsað mér að labba inná lögreglustöðina og gefa löggunni upp nafnið á aðilanum sem ég þekki sem er að selja þó að mig langi rosalega til þess. Og svo er líka það að það er eins og foreldrarnir séu ekkert að fatta að meiri hlutinn af unglingum á mínum aldri eru að fikta og prufa að nota dóp og sumir eru svo djúpt sokknir að þeir komast ekki framm úr rúminu á morgnanna nema að fá sér eina línu. Ég er sjálf ekki í þessu og þess vegna veit ég ekki alveg hvernig þetta virkar en mjög góð vinkona mín er byrjuð að taka þátt í þessu og því frétti ég frá henni að það séu alltaf fleiri og fleiri að prufa þetta og séu í þessu en ég hef ekki prufað þetta sjálf þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar. En hvað get ég gert á ég að láta einhvern vita eða ekkert að vera að skipta mér af þessu "pakki" sem voru einu sinni vinir mínir....

Skóli : Ósanngjarn sundkennari

Sundkennarinn minn gerir bara athugasemdir hjá mér en engum öðrum.  Ég var í sundi og var að synda bringusund og fæturnir mínir ekki alveg samtaka. Það voru tvær brautir á milli míns og sundkennarans og hún hrópaði alltaf: ,, þú átt ekki að synda skriðsund með löppunum! Syntu bringusund!" Alveg sama hvað ég reyndi að segja henni oft að ég væri að synda bringusund en hún tók ekkert mark á mér!  Hún setti bara athugasemd við mig! Hún var ekkert að kippa sig við það þó að sumar væru að svindla.  Þetta var svo óréttlátt að ég fór að gráta.  Ég er verulega viðkvæm og get ekkert að því gert.  Þá sagði kennarinn: ,,af hverju ertu að væla? Þú ert alltaf að væla!"

Skóli : Um sætaskipan í kennslustofu

Ég er í Hólabrekkuskóla.. og var að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að setja reglu á það að maður mætti ráða hvar maður situr í tíma!  því að í unglingdeildinni þarf maður að draga númer:(!  Þetta er ömurlegt! maður kvíðir alltaf fyrir að draga númer.. og lenda í einhverju ömurlegi sæti! og þegar maður segir kennurum að maður vilji ekki sitja svona segja þeir bara að þetta er til að kynnast einvherjum öðrum!  Það er rugl.. þetta er pynting!  Plís getiði eitthvað gert.. bæ

Skóli : Bent á mig og hlegið að mér í leikfimi.

Ég var í leikfimi og þá byrjuðu stelpur að spyrja hvað ég héti og ég sagði þeim það.  Þá byrjuðu þær að benda á mig og hvíslast á og hlæja!  Hvað á ég að gera?

Skóli : Bý í útlöndum og langar að læra íslensku

Ég á heima í útlondum og er í útlenskum skóla.  Mig langar mikid til ad læra íslensku.  Er einhver staður þar sem ég get spurt???

Skóli : Ósátt við baðverðina í sundi

Í sundi þá eru klefakonurnar, eða hvað sem maður kallar þær, alltaf að segja: þvoðu þér betur og láttu á þig sápu. Glápandi á kynfærin á manni. Ég kann að þvo mér sjálf!  Líka, skinn af fólki, það þarf að þrífa betur.  Þetta er ég búin að segja við sundkennarann minn og alla.  Við erum nokkrar sem erum sterklega á móti þessu og við eigum okkar rétt!

Fjölskylda : Foreldrar mínir öskra á mig, slá mig á munninn og flengja mig

Mamma mín og pabbi öskra á mig svona 20 sinnum á dag............ Það er mjög leiðinlegt.....  Ég hef talað við námsráðgjafa um þetta og hún sagði mér bara að setjast niður og spjalla við þau um þetta!  Ég reyndi en það var bara öskrað á mig og ég lokuð inn í herbergi.... . Ég er oft slegin á munninn og einstaka sinnum flengd... Hvað get ég gert án þess að þau öskri á mig? 

Fjölskylda : Geta foreldrar tekið launin mín af mér?

Geta foreldrar tekið launin mín af mér ef að ég er byrjuð að vinna áður en ég verð fjárráða?

Síða 27 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica