Fréttir (Síða 13)
Fyrirsagnalisti
Ungmennaráð heimsmarkmiðanna
Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði um miðjan mars á Akureyri þar sem þau fóru m.a. yfir tillögur sínar sem afhentar verða ríkisstjórninni í apríl.
Mygla í grunnskólum
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna myglu í grunnskólum og skyldur skólayfirvalda í þeim efnum.
Barnaþing í nóvember
Barnaþing verður haldið í þriðja sinn dagana 16. og 17. nóvember 2023 í Silfurbergi í Hörpu.
Reynsla barna af skólaforðun
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna óskar eftir nafnlausum frásögnum barna á grunnskólaaldri sem hafa reynslu af skólaforðun.
Jólakveðja
Embætti umboðsmanns barna óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Niðurskurður í þjónustu við börn
Embættið hefur sent bréf til borgarstjóra vegna yfirvofandi niðurskurðar í þjónustu Reykjavíkurborgar við börn.
Lýðræðisleg þátttaka ungmenna
Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf um lýðræðislega þátttöku ungmenna í framhaldsskólum.
Samráðsfundur með ungmennum
Í gær hélt forsætisráðuneytið, í samstarfi við umboðsmann barna, samráðsfund með ungmennum um stöðu mannréttinda og hatursorðræðu.
Loftbrúin og umgengni
Embættið hefur sent Vegagerðinni bréf vegna ábendinga þess efnis að börn sem eiga foreldra með lögheimili utan Reykjavíkur á svokölluðu loftbrúarsvæði njóti ekki jafnræðis við niðurgreiðslu fargjalda vegna umgengni við foreldra sem ekki fara með forsjá þeirra.