19. september 2023

Forsetinn fær boðskort á barnaþing

Ungmenni úr ráðgjafarhóp umboðsmanns barna afhenti Forseta Íslands formlegt boðskort á barnaþing sem haldið verður í nóvember. 

Ungmenni frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna heimsóttu Forseta Íslands í síðustu viku og færðu honum formlegt boðskort á barnaþing sem haldið verður í Hörpu 17. nóvember nk. Forsetinn tók vel á móti hópnum þar sem þau fengu fræðslu um Bessastaði og ræddu ýmis málefni sem á þeim brenna og tengjast barnaþingi.

Umboðsmaður barna hefur haldið tvö barnaþing til þessa og hefur Forseti Íslands flutt setningarávarp við þau bæði, fyrst árið 2019 og í annað sinn árið 2022.

Að heimsókn lokinni dönsuðu ungmennin úr ráðgjafarhópnum dans við lagið „Enga fordóma“ eftir Pollapönk, undir styrkri stjórn Sigynar Blöndal sem mun kynna og halda utan um dagskrá barnaþings í ár. það má því búast við mikilli dansgleði í bland við fjörugar umræður á barnaþingi í nóvember. 

https://youtu.be/t20TB0gj_p4

Nánari upplýsingar um barnaþing


  • 20230913-Barnathing-3-
  • 20230913-Barnathing-4-Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica