4. maí 2018

Embætti umboðsmanns barna á faraldsfæti

Embættið hefur verið á faraldsfæti undanfarið og heimsótt nokkra skóla og stofnanir en það er mikilvægur hluti af starfsemi umboðsmanns barna að vera í góðum tengslum við þá aðila sem vinna að málefnum barna.

Umboðsmaður barna heimsækir skóla, samtök og stofnanir

Embættið hefur verið á faraldsfæti undanfarið og heimsótt nokkra skóla og stofnanir en það er mikilvægur hluti af starfsemi umboðsmanns barna að vera í góðum tengslum við þá aðila sem vinna að málefnum barna. Á síðustu vikum hefur umboðsmaður barna og starfsfólk heimsótt umboðsmann Alþingis, samskiptasetur Erindis, Bæjarhraun sem er úrræði á vegum útlendingastofnunar og grunnskólana Hvaleyraskóla og Fellaskóla.  

Á öllum þessum fundum hafa málefni barna í heild sinni og málefni einstakra hópa verið til umræðu. Það var einstakt að sjá þá og kynnast því góða starfi sem unnið er í Hvaleyrarskóla hvað varðar málefni barna hælisleitanda og hvernig haldið er utan um þann málaflokk. Þá vakti bókasafn skólans mikla athygli fyrir gott framboð og hlýlegt umhverfi sem höfðar vel til barna. Þar lærðu starfsmenn meðal annars orðið "bókabési" sem er samheiti orðsins "bókaormur". 

Hvaleyraskoli

Í Hvaleyraskóla

 

Þá var einnig ánægjulegt að koma í Fellaskóla, eiga samtal við skólastjórnendur og fræðast um það góða starf sem þar er unnið. 

Fellaskoli3mai

Í Fellaskóla

 

Þá var einkar ánægjulegt að heimsækja samtökin Erindi sem hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Nánar má fræðast um þau samtök hér

Erindi

Hjá Erindi

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica