Fréttir: september 2014

Fyrirsagnalisti

30. september 2014 : Viðmið til að meta skólastarf og námsástæður í skóla án aðgreiningar

Starfshópur sem unnið hefur að því að móta viðmið til að meta skólastarf og námsaðstæður í skóla án aðgreiningar í ytra mati á grunnskólum óskaði eftir umsögn um viðmiðin með tölvupósti dags. 15. september 2014. Umsögn sína sendi umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 30. september 2014.

30. september 2014 : Drög að viðmiðum fyrir mat á gæðum frístundastarfs

Starfshópur um innra og ytra mat frístundastarfs óskaði eftir umsögn um drög að viðmiðum fyrir mat á gæðum frístundastarfs í tölvupósti dags. 21. ágúst. Umsögn sína um drögin sendi umboðsmaður barna í tölvupósti dags. 30. september 2014.

26. september 2014 : Handbók um rödd og hlustun í kennsluumhverfi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýju riti sem kom út nú á dögunum. Um er að ræða handbók sem ætlað er að uppfræða kennara um rödd, hlustun og umhverfi og aðstoða þá sem vilja gera úttekt á umhverfi skóla bæði hvað varðar hljóðvist, hávaða og inniloft.

25. september 2014 : Verður áfengi á nýja nammibarnum? - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi sem haldinn verður miðvikudaginn 1. október nk. Fundarefnið er nýtt frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum og hagsmunir barna.

23. september 2014 : Drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga

Innanríkisráðuneytið óskaði eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga í frétt á vef ráðuneytisins dags. 5. september 2014. Umboðsmaður barna sendi ráðuneytinu umsögn með tölvupósti dags. 23. september 2014.

16. september 2014 : Nafnbreytingar barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hann spyr nokkurra spurninga um nafnbreytingar barna og rétt þeirra til að tjá sig og hafa áhrif á eigin málefni.

12. september 2014 : Tillögur starfshóps um málefni frístundaheimila í grunnskólum að lagabreytingum á grunnskólalögum nr. 91/2008

Umboðsmanni barna gafst tækifæri til að koma með athugasemdir um tillögur starfshóps menntamálaráðuneytisins um málefni frístundaheimila í grunnskólum að lagabreytingum á grunnskólalögum nr. 91/2008. Umsögn sína sendi umboðsmaður í tölvupósti dags. 12. september 2014

12. september 2014 : Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt á vef sínum nýja handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um leikskólann og umhverfi hans.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica