26. september 2014

Handbók um rödd og hlustun í kennsluumhverfi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýju riti sem kom út nú á dögunum. Um er að ræða handbók sem ætlað er að uppfræða kennara um rödd, hlustun og umhverfi og aðstoða þá sem vilja gera úttekt á umhverfi skóla bæði hvað varðar hljóðvist, hávaða og inniloft.

Kennsluumhverfið - Hlúum Að Rödd Og Hlustun RITHávaði í skólum reynir um of á rödd kennara og spillir fyrir hlustun nemenda. Slæm hljóðvist eins og t.d. mikil endurómun í húsnæði gerir hlustendum erfitt fyrir. Til þess að einstaklingur geti haldið einbeitingu og athygli er mælt með að hávaði sé ekki meiri en 40 - 50 dB í rými. Hins vegar hefur hávaði mælst yfir 70 dB í kennslustofum og meira en 80 dB í íþróttakennslu og á leikskólum. Hávaði yfir 80 dB er kominn yfir þolmörk heyrnar og mannsröddin ræður ekki við að yfirgnæfa hávaðann um 15 - 20 dB eins og talið er að börn þurfi til að geta heyrt það sem kennarinn segir.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýju riti sem kom út nú á dögunum. Um er að ræða handbók sem ætlað er að uppfræða kennara um rödd, hlustun og umhverfi og aðstoða þá sem vilja gera úttekt á umhverfi skóla bæði hvað varðar hljóðvist, hávaða og inniloft. Höfundur er dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir raddmeinafræðingur en útgefendur er Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Vinnueftirlitið og Mannvirkjastofnun. 

Ýmislegt er hægt að gera til að draga úr hávaða með litlum tilkostnaði og er til listi yfir hagnýt ráð sem eru til þess fallin að draga úr hávaða. Með því að smella á myndina hér að ofan er hægt að opna ritið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica